Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 37
phroditum (krummalyng) og Taraxacum croceum (fjallafífil). Líklega
liggja rnörk þessara tegunda í kringum 300 m h. í innsveitunum, enda
þótt ekkert verði lullyrt í því efni.
ÝMSAR liREYTINGAR MEÐ HÆÐ.
Tegundafjöldinn.
Línurit 1 sýnir fjölda háplöntutegunda í hverju 50-metra hæðar
bili, í innsveitum Eyjafjarðar. Eins og sjá má fækkar tegundunum
jafnt og þétt með vaxandi hæð. Þessi fækkun er svo jöfn, að nærri
liggur, að draga megi beina línu milli endapunktanna. Að meðaltali
fækkar tegundunum um 12,8 á hverjum 100 m (líner fækkun). Einna
mest er þó fækkunin milli 500 og 550 m h. eða 36 teg. á 100 m og
milli 650 og 750 m h., eða 23 teg. á 100 m, og loks milli 1000 og 1050
m en þar er hún 44 teg. á 100 m.
Þessi mismunur kann að stafa eitthvað af athugunaraðferðinni.
Markafjöldinn.
Á sama línuriti sést einnig fjöldi hámarka í hverju 50-metra hæðar-
bili í innsveitunum. Hámörkin eru langflest í 500, 650, 700, 900, 1000
og 1150 m h. Fjöldi lágmarkanna er hins vegar nokkuð jafn.
Dvalafonn. (Tafla I, línurit 2.)
Dvalaformakerfi (lífmyndakerfi) Raunkiærs hefur talsvert verið
notað af íslenzkum og dönskum grasafræðingum við gróðurgreiningar
á íslandi. Hlutfall þófaplantnanna (Chamaeophyta) hefur meira að
segja verið notað til að skipa landinu niður í gTÓðurbelti jarðarinn-
ar, en hlutfall þófaplantnanna á Norðurlandi er samkv. Steindóri
Steindórssyni, um 14,5.
Hlutfallsleg fjölgun þófaplantnanna með vaxandi hæð, sést af með-
fylgjandi töflu og línuriti. Það hækkar jafnt og þétt úr 26% í 500
m hæð upp í ca. 48 í 1200 og 1250 m h., og hefur því nær tvöfaldazt
á 750 m.
Það er hins vegar athyglisvert, að ofan við 1250 m h. lækkar hlut-
fallið aftur ofan í ca. 37% í 1350 m h. Svarðplöntunum (hemicrypto-
3 TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 33