Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 16
staðan að höfuðriti hans Om Algevegelationen ved Islands Kysler, seni
hann varði fyrir doktorsnafnbót við Hafnarháskóla 29. sept. 1910, og
var prentuð í Botanisk Tidsskrift sama ár.
Rit þetta hefst á inngangi, þar sem gerð er grein fyrir eðli strand-
arinnar, sjávarlnta og almennum lífsskilyrðum. I næsta kafla segir frá
útbreiðslu tegundanna eftir landshlutum, og þær einnig flokkaðar eftir
útbreiðsluháttum þeirra í norðurhöfum í 6 aðalflokka, en þá flokka-
skiptingu höfðu þeir Helgi og Börgesen gert í ritgerð sinni, sem fyrr
var getið. Þar er sýnt fram á, hver mismunur sé þörungagróðurs eftir
hlutum strandarinnar. Kemur þar í ljós, að við Austurland eru arkt-
ískar tegundir drottnandi, en við Suðurland Atlantshafstegundir, og
mjög skýr mörk þar á milli við suðausturhorn landsins. Við norður- og
norðvesturströndina er hins vegar blendingsgróður kald- og hlýsævis,
og engin skýr mörk, hvorki við austur- né suðurströndina.
í þriðja kafla er sæþörungaflóra íslands borin saman við flórur ann-
arra norðlægra landa og í fjórða kafla lýst beltaskiptingu eftir dýpi.
Fimmti kaflinn er miklu lengstur og má kallast þungamiðja rits-
ins. Þar er lýst gróðurfélögum þörunganna. Gerð er þar allnáin grein
fyrir 17 gróðursveitum þörunga og marhálmsgróðrinum að auk. Inn-
an hinna 17 sveita er síðan lýst mörgum gróðurhverfum og gerð grein
fyrir samsetningu þeirra og skilyrðum á hverjum stað. Síðast er svo
stuttur samanburður á gróðurfélögunum við suður- og austurströnd-
ina. Framsetning öll er ljós og vönduð.
Tveimur árum seinna gaf Helgi ritgerð þessa út á ný nokkuð aukna,
og er hún inngangsritgerð að safninu The Botany of Iceland, sem fyrr
getur. Þar tekur liann upp kafla um útbreiðslu tegundanna eftir hinni
fyrri ritgerð sinni og öðrum þeim upplýsingum, sem síðar höfðu frant
komið, og eru nú taldar 200 tegundir sæþörunga við ísland. Þá er og
bætt við nokkrum athugunum um líffræði sæþörunga, ævilengd þeirra,
þroska og vetrarstöðu, einkum eftir því, sem hann hafði kannað í ná-
grenni Reykjavíkur.
Tvær stuttar greinar um efni þessara rita birti hann á íslenzku í
Skýrslu Náttúrufræðifélagsins og Skírni, og nokkru síðar stutta ritgerð
um sérkennilegan vaxtarstað sæþörungs í Vestmannaeyjum. Um öll
þessi rit hans verður það sagt, að þau eru vel og samvizkusamlega unn-
in. Hygg ég vísindastörf Helga Jónssonar verði ekki réttar dæmd en L.
Kolderup Rosenvinge gerir í minningarorðum um Helga í Botanisk
Tidsskrift, en liann segir svo: „I sit videnskabelige Arbejde var han
yderst samvittigliedsfuld og nöjagtig. Han forlader ikke Kendsgernin-
gernes sikre Grund, men er dog paa Grundlag af sine Iagttagelser i
14 Flóra - tímarit um íslenzka grasafr.eði