Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 26
Miðá.
mjög góð slægjulönd. Er þetta svæði vel fallið til nýbýlaræktunar.
Sem framhald af nefndu láglendi er einnig mjög grösugt land undan
Sauðafelli, nefnt Sauðafellstunga. Þá taka við víðáttumiklar, lítt grón-
ar áreyrar eða grösugir árhólmar, unz byggðin klofnar í þrjá dali:
Hundadal til hægri, Reykjadal (óbyggður) til vinstri og Sökkólfsdal í
miðið, en um síðast nefndan dal liggur þjóðvegurinn suður um.
í miðri Miðdalasveitinni stendur fell eitt mikið, 331 m hátt; það
lieitir Sauðafell. í neðri hlíðurn fellsins er víða gróðursælt, en uppi um
það og á topphrygg þess er gisinn og víða kuldalegur gróður, enda þar
næðingasamt. Norðan Sauðafells og handan Tunguár er þéttbýlið mest
í Miðdölum, og standa bæirnir undir lágri hlíð, sem nefnist Náhlíð.
Er þar lág, öldótt heiði norður yfir, niður í Haukadalinn. í Náhlíðar-
brekkunum er gróður nú lítt stórskorinn, en á söguöld var hér mikill
skógur (sjá síðar).
Vestan Miðdalsár er undirlendi lítið. Taka brátt við aflíðandi hlíð-
arbrekkur, sums staðar stórkvosóttar, og eftir stutta göngu er komið
upp á lága öldótta heiði eða háls, Bæjarháls (326 m y. s.). Þegar farið er
24 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði