Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 27
vestur yfir háls þenna, er komið niður í Hörðudal. Nyrzt er hálsinn ör-
lágur, 140 m y. s., en hækkar smátt og smátt, er sunnar kemur. Sunnan
Bæjarháls er Hundadalsfjall yfir mynni Hundadals, og Vífildalsbrúnir
(462 m y. s.) austan Vífilsdals, en hann gengur inn úr Hörðudal. Aust-
urbrúnir Hundadalsfjalls eru mjög brattar og sums staðar mjög klett-
óttar, og gróður víða rýr. En í neðri hluta fjallshlíðanna er grózkumik-
ið. Á alllöngum kafla í vesturbrún Bæjarliáls er hátt klettabelti, er gnæf-
ir yfir hinar lágu og bröttu hlíðar Hörðudals austan megin. Þessi bratta
klettahlíð veitir gróðrinum jreim megin í dalnurn verulegt skjól, enda
er óvenjulega þroskamikill gróður við hlíðarræturnar.
Eftir Hörðudal rennur á, sem er samnefnd dalnum. Fram með henni
hggja fitjar og grasi grónar eyrar, og er dalbotninn allbreiður, hæð y. s.
20—30 m. Fyrir miðju dalsins innanvert er bærinn Tunga. Þar klofnar
dalurinn í Vífilsdal, sem liggur til suðausturs og Laugardal, sem liggur
í suður. Vestan Hörðudals er hátt heiðalendi eða fjöll, allt að 800 m y. s.
Fjallshlíðarnar eru þó víða mjög aflíðandi og stórkvosóttar. Þarna er
víða seingróið og gróður ekki eins jrroskalegur og austan megin í daln-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 25