Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 29
Sauðafell i Dölum.
3. Eldri gróðurrannsóknir.
Engar heildarrannsóknir hafa verið gerðar á gróðri í Dalasýslu. Þrír
náttúrufræðingar hafa þó ferðazt þar um til gróðurrannsókna, en nær
eingöngu norðan Hvammsfjarðar. Þeir eru: danski prófessorinn Jafetus
Steenstrup árið 1840, dr. Helgi Jónsson, grasafræðingur, á árunum 1886
—1888 og árið 1897, og magister Ingólfur Davíðsson, grasafræðingur,
1944.
Flestir plöntufundir J. Steenstrups eru frá Staðarfelli eða Ólafsdal.
En sökum þess, að eintök eru ekki til af allmörgum tegundum, sem
hann taldi sig hafa fundið, er rétt nafngreining þeirra tegunda, sem
ekki liafa endurfundizt, dregin í efa. Þó því verði ekki neitað, að hon-
um hafi getað skjöplazt, þá sýnir það á hinn bóginn áreiðanleik hans í
grasafræði, að allir plöntufundir lians frá nefndum stöðum hafa verið
sannaðir að undanskildum tveim, en það er fundur tegundanna: Stella-
ria calycanlha (Led) Bong og Stellaria uliginosa Murr. Engum getum
skal að því leitt, hvort þessar tegundir séu til norðan Hvammsfjarðar.
Sú síðarnefnda hefur ekki verið talin íslenzk planta hingað til, en hin
hefur fundizt bæði á Vestfjörðum og vestast á Norðurlandi, svo að Stað-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 27