Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 30

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 30
arfell er mjög sennilegur fundarstaður, enda mjög ótrúlegt, að jafn glöggur náttúrufræðingur sem J. Steenstrup var, liafi getað ruglað þess- um tegundum saman við Stellaria media eða S. crassifolia. Dr. Helgi Jónsson er sá grasafræðingur, sem mest hefur athugað gróður í Dalasýslu. í sérflóru sinni yfir Snæfellsnes og Dalasýslu telur hann sig, ásamt fyrirrennurum sínum, hafa fundið 233 háplöntuteg- undir í Dalasýslu.1) En aðeins 2 af þeim fundum eru úr norðanverðum Miðdölum, en það eru tegundirnar: Viola tricolor og Fragaria vesca. V. tricolor er fundin í Kvennabrekku, og er sá fundarstaður gamall, jrví að Eggert Ólafsson getur tegundarinnar þaðan í ferðabók sinni. (Bls. 298, L bindi.) Gróðurrannsóknir Ingólfs Davíðssonar eru eingöngu gerðar í sveit- um norðan Hvammsfjarðar og á eyjunum. Fann hann 36 tegundir, er Helgi getur ekki um í sínum ritum og þeirra á meðal 1 nýja fyrir land- ið, Spergularia salina. Auk þessara þriggja manna hafa nokkrir aðrir náttúrufræðingar og áhugamenn safnað plöntum í Dalasýslu en aðeins í smáum stíl. Má fyrst þar til nefna Eggert Ólafsson. Á ferðum sínum um landið 1752—57 athugaði hann víða gróður. í Dalasýslu tilnefnir hann eftirtaldar jurtir sem algengar túnjurtir: Rumex acetosa, R. domestica, Leontodon autumnalis, Caltha palustris, Capsella bursa pastoris, Ranunculus acris, Taraxacum og Hieracium sp. og er þar vafalaust rétt með farið, Jdví að tegundir þessar eru mjög algengar bæði í Dalasýslu og víðar. Þar að auki tilgreinir hann Chamaenerion latifolium frá Sökkólfsá og úr hólma í Laxá, Viola tricolor frá Kvennabrekku og Campanula ro- tundifolia, frá Fellsendabökkum. Þessar þrjár síðast töldu tegundir hefur hann fundið á mínu rannsóknarsvæði. Eina þeirra endurfann ég ekki (C. rotundifolia), en þrátt fyrir það er ástæðulaust að rengja þenna fund, því í fyrsta lagi er tegundin til í sýslunni og í öðru lagi er planta þessi gjörn á að hafa stutt viðnám á vaxtarstöðum utan síns eiginlega heimkynnis. Þá safnaði danskur fiskifræðingur, Arthur Feddersen, plöntum hér á landi á árunum 1884 og 1886. í safni hans eru til 2 tegundir, er hann tók sunnan Hvammsfjarðarbotns, við Miðá. Það eru tegundirnar Carex glareosa og Callitriche hamulata, og eru báðar algengar þar enn í dag. Ennfremur hafa höfundur íslands Flóru, Stefán Stefánsson og Kjart- an Helgason, prófastur, safnað plöntum að Hvamrni í Hvammssveit; og í Saurbænum og víðar safnaði Markús Torfason, bóndi í Ólafsdal. l) Floraen paa Snæfellsnes og Omegn. (Bot. Tidsk. 22. Bd. 2. H. 1890.) 28 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.