Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Qupperneq 64
rakt þar, að sandurinn fýkur ekki að nokkru ráði, og sandur, sem berst
þangað með vindi frá nágrenninu, verður smám saman gegnrakur af
grunnvatninu. Þarna hefur skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) bæzt í hóp
aðaltegundanna, og þekur það einna mest þeirra allra. Fjallasveifgias
(Poa alpina) og mýrasóley (Parnassia palustris) eru alltíðar tegundir,
en livorug þekur nokkuð að ráði. Loðvíðirinn (S. lanata) er hins vegar
greinilega minni en á hinum svæðunum. Ekki er ósennilegt, að þetta
land gæti breyzt í graslendi með ríkjandi túnvingli. Blettir XXXV. 5
—7, Sellönd á Mývatnsöræfum, liæð um 380 m. 5 er í jaðri á lyngmóa-
svæði, þar sem krummalyng (Empetrum hermafroditum), fjalldrapi
(Betula nana) og bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) eru aðalteg-
undir. Sjálft heiðarsvæðið er þýft, þegar inn í það kemur, og grasa gætir
þar ekki að nokkru ráði og alls ekki í gróðursvip. í jaðrinum, þar sem
athugunin er gerð, hefur sandurinn fyllt allar lautir, svo að yfirborðið
er slétt. Runngróðurinn er horfinn að mestu úr gróðursvipnum,
krummalyngið er liorfið að kalla má, en fjalldrapi og bláberjalyng
iialda enn allliárri tíðni en allt eru það smávaxnir, kyrkingslegir ein-
staklingar, sem berjast vonlítilli baráttu fyrir tilveru sinni. Greinilegt
er, að þeim fækkar eftir því sem nær dregur rofbarðinu, sem í raun
réttri er hulið sandskafli. Þarna í jaðrinum drottnar túnvingullinn (F.
rubra) í gróðursvipnum. Dálítið ber á hrossanál (Juncus balticus), þótt
tíðni hennar sé lítil. Þarna virðist mega ráða í með hverjum liætti teg-
undirnar gefast upp fyrir sandinum. Fyrst liverfa runnarnir, einkum
þó hið sígræna krummalyng, enda er það og blöð þess óvarið allt árið.
Grasleitu tegundirnar halda lengur velli og jafnvel færast hlutfallslega
í aukana um skeið. Klóelftingin færist verulega í aukana eftir því sem
hinum tegundunum hnignar, meðan sandurinn verður ekki dýpri en
svo, að jarðstönglar hennar nái niður í gamla jarðveginn. Lítill vafi
leikur á, að með liverju ári sem líður, sækir sandurinn lengra inn á land-
ið. Yzta beltið deyr og gróðurmoldin fýkur burt, og þannig étzt stöðug-
lega utan af hinu gróna landi, unz landið allt verður örfoka.
Blettir XXXV. 6—7 eru af raklendara svæði, en ekki verður séð með
vissu, hvort þar er um að ræða mýrlendi, senr kafizt hefur í sand, og er
að þorna og breytast við það í heiði, eða þetta er sandsvæði, sem hefur
blotnað, svo að sandurinn liefur bundizt og tekið að gróa. Hygg ég þó
heldur að um hið fyrrnefnda sé að ræða.
Blettur 6 er þar sem svæðið er rakast, þar er gróðurinn einnig þétt-
astur, en af mýrlendisplöntum er mýrelfting (Equisetum palustre) hin
eina, sem nokkuð ber á, en hún er þarna drottnandi tegund bæði í
gróðursvip og fleti. í XXXV. 7 eru klóelfting (E. arvense) og túnving-
62 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði