Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 68
liggur lítið eitt hærra en hún. Þar er klóelfting (.Equisetum arvense) að-
altegundin (Tab. XXXVI. 2). Gróðurbreiðan er þar enn ósamfelld og
landið sýnilega að gróa upp. Vatn hefur aldrei safnazt þar fyrir, enda
hallar því inn að dældarbotninum. Gróður hans er að byrja að teygja
sig upp í elftingarbeltið. Klóelftingin er þarna greinilega brautryðj-
andi, því að í þessu belti liefur hvorki vaxið hálmgresi né hrafnafífa,
heldur hefur elftingin tekið að leggja landið undir sig, þegar rakinn
var nægur, til þess að binda sandinn nreð þeim moldarleifum, sem þar
kunna að hafa verið. Þær tegundir, sem hafa fylgt henni eftir eru þess-
ar helztar: Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera), hálmgresi (Calamagros-
tis neglecta), hrossanál (Juncus balticus), grávíðir (Salix glauca), og loð-
víðir (S. lanata). Allar líkur virðast benda til, að þarna skapist víði-
grund með tímanum. Ekki er ósennilegt, að svo fari einnig með dæld-
arbotninn, ef þróunin lieldur áfram eins og verið hefur. En eins og
sakir stóðu, þegar athugunin var gerð var einungis um byrjunarstigin
að ræða. Röð gróðurlendanna ætti að verða á þessa leið:
Dældarbotninn:
jaðarbeltið:
Hrafnafífu hverfi—> Hálmgresis hverfi
Eriophoretum Calamagrostetum
Klóelftingar-skriðlíngresis hverfi
E. arvense- A. stolonifera soc.
T
Víði hverfi
^ Salicetum
b. Grafarlönd vestri (Tab. XXXVI. 3—9).
Athuganir þær, sem hér um ræðir eru allar gerðar á mismunandi
gróðurstigum í allvíðáttumiklu uppblásturssvæði, sem tekið er að gróa.
Landslagi er svo háttað, að tveir ásar liggja samsíða frá norðri til suð-
urs. Eru þeir á rissinu 20. mynd merktir Eystri ds og Vestri ár. Báðir
eru þeir lágir, en sá eystri þó nokkru hærri. Vesturásinn er allur að
heita má örfoka melur, með mjög strjálum melagróðri. Frá honum hef-
ur síðan myndazt uppblástursgeiri á ská til NA þvert yfir dældina og
upp eftir vesturhlíð austurássins, sem hefur þá verið algróin. Uppblást-
urinn hefur síðan teygt sig með hlíð Eystri ássins, en stöðvazt í henni
neðan verðri við röð af uppsprettum, sem undan honum koma. Nú er
hlíð Eystri ássins og dældin að mestu gróin, en greinilega mótar þar
fyrir rofbörðum, hálf- eða algrónum, nema þar sem mýrlendast er í
dældinni eru þau horfin með öllu. Syðst og vestast í geiranum við hlíð
66 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði