Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 69
Eijifri ás
i
Uppblnslurssvæði i Grafarlindum.
vesturássins, er landið lítt gróið enn, þar er sandborið svæði, sem gróð-
urtorfur standa í, og að því háir rofbakkar. Þykkt gamla jarðvegsins er
3—4 metrar. í miðri dældinni er mýri með smátjörnum. Rissið skýrir
þessa afstöðu nánar, en gróðurbeltin í geiranum sýna, hver er þróunar-
röð gróðurlenda í hálendi íslands. Það skal tekið fram, að rissið sýnir
á engan hátt rétt hlutföll í fjarlægðum, en skýrir einungis afstöðu gróð-
urbeltanna innbyrðis og landslagsformið.
Næst Vesturásnum er sandbeltið (Tab. XXXVI. 8—9). Það er naum-
ast hálfgróið með lausum, moldarblöndnum sandi, sem áfok frá aðliggj-
► andi börðum berast stöðugt út í. Blettur 9 er næstur melnum, þar sem
gróðurinn er allra gisnastur. Þar vex raunar lítið annað en litlir topp-
ar af túnvingli (Festuca rubra) og fáeinar plöntur af klóelftingu (E. ar-
vense). Hér er sýnilega um að ræða frumstig gróðurs á sendinni blást-
ursmold, og á hann mjög í vök að verjast. Blettur 8 er nokkru fjær
melnum, þar sem orðið er rakara. Þar hefur klóelftingin (E. arvense)
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 67