Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 73
við liina fyrstu sýn, eru þeir sjaldnast gróðurlausir með öllu. Að vísu
er gróður þeirra oftast svo strjáll að venjulegar talningaraðferðir á til-
teknum litlurn flötum, myndu litla mynd gefa af hinu raunverulega
gróðurfari þeirra, eða segja til um gildi einstakra tegunda í samsetn-
ingu gróðurfélagsins. Plöntueinstaklingarnir standa til og frá, helzt í
skjóli við steina eða í smádældum, oft í sprungum melatigla. A laus-
um, sendnum melum er gróður nær enginn, sama má segja, ef melur-
inn er svo stórgrýttur, að hann nálgast að vera urð. Þéttastur verður
gróðurinn í allföstum melum, þar sem yfirborðið er að miklu leyti
þakið fremur smágerðum steinvölum, sem nægja til þess, bæði að hefta
leirdust, sem að þeim fýkur, og veita plöntum lítilsháttar skjól. Allur
melagróðurinn er í smáþúfum. Runnar, sem þar vaxa, aðallega víðir
(Salix), eru jarðlægir með öllu. Vaxtarlag þeirra sem og flestra mela-
plantnanna, sýnir ljóslega, að plönturnar eiga sífelldlega í vök að verj-
ast gegn vindi, þurrki og sandfoki. Af þeim sökum er mosa- og fléttu-
gróður víðasthvar mjög fátæklegur á melunum. Stórir steinar á meln-
um eru ætíð fágaðir af sandfokinu vindmegin, en hlémegin eru þeir
meira eða minna grónir fléttum. Þó er þessu allmisjafnt farið eftir
landshlutum. Að öðru leyti skal vísað til ritgerðar minnar 1945 p. 471
o. áfr.
Á öllum þeirn rannsóknarsvæðum, sem ritgerð þessi fjallar um, eru
melar mjög víðlendir, nema á Holtavörðulieiði. Þar er lítið um hina
dæmigerðu öræfamela. Melamir þar eru gamlar jökulöldur, oft all-
stórgrýttir og víða svo mosavaxnir, að mörk þeirra og hreinnar mosa-
þembu verða næsta óskýr. Þannig er því háttað víða um heiðarnar milli
Borgarfjarðar og Húnaþings, enda er uppblástur þar víðast fremur
lítill. Oft verður álitamál um slíka rnela, hvort fremur beri að telja þá
til mosaþembu eða mels. Melar af þessu tagi fyrir liittast líka allvíða
á Kaldadalssvæðinu vestanverðu og á Gnúpverjaafrétti. Hins vegar eru
hinir nöktu öræfamelar mjög útbreiddir á Kili og Bárðdælaafrétti. Þau
svæði eru mjög herjuð af sandfoki og uppblæstri. Úrkoma mun og
minni þar en á hinum svæðununr, og þau liggja yfirleitt hærra yfir sjó.
Við könnun mína á melagróðrinum hefi ég notað tvær aðferðir.
Annars vegar hefi ég gert þar gróðurtalningu eftir Raunkiærs aðferð
eins og í öðrum gróðurlendum, niðurstaða þeirra athugana er sýnd í
Tab. XXXVII. Hins vegar hefi ég talið tegundir án þess að binda svæð-
ið við tiltekið flatarmál, eða gera að öðru leyti upp um tíðni þeiira.
Hvorugt gefur fullnægjandi hugmynd um gróðurfar melanna. Taln-
ingarblettirnir (Vio™2) éíiu svo litlir, að sú aðferð verður ekki notuð
með nokkru öryggi, nema þar sem gróðurinn er þéttastur, og þó er
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 7 1