Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 76
arblóm, sem báðar eru þó eins algengar í klöppum, skeggsandi, lot-
sveifgras, fjallhæra, hundasúra og snækrækill. Skeggsandi og hundasúra
eru þó aðallega láglendisplöntur. Algengar melaplöntur, sem að vísu
eru tíðari í öðrum gróðurlendum eru: Kornsúra, móasef, fjallasveif-
gras, vallarsúra, holtasóley, melanóra, krummalyng, Ólafssúra og ljós-
beri, og í sendnum rnelum skriðlíngresi.
Eftirtaldar tegundir eiga að vísu heima í melagróðri en þó sjald-
gæfar Jrar, og má segja að hending ráði þar um vöxt þeirra: Brjósta-
gras, fjallapuntur, stinnastör, klóelfting, Jrursaskegg, týtulíngresi, beiti-
eski, lógresi, jöklaklukka, gullmura og burn.
Loks eru Jressar 7 tegundir, sem ekki eiga heima í melagróðri, Jrótt
þær finnist þar endrum og eins: Smjörgras, sauðamergur, stjörnustein-
brjótur, mosasteinbrjótur, naflagras og fjalladepla. Ef vér drögum Jrær
frá verða eftir 40 tegundir, sem teljast verða til melagróðurs hálendis-
ins, Jrótt sumar komi þar einungis sjaldan fyrir.
Um flöt einstakra tegunda er harðla erfitt að segja nokkuð ákveð-
ið. Þó má segja, að stigatal þeirra í gróðurtalningunum gefi nokkra
bendingu í þá átt, hverjar Jreirra þeki stærstan flöt, því að almennt má
segja, að saman fari tíðni Jreirra og flötur. Túnvingull verður þar efst-
ur á blaði, en næst ganga móasef, lambagras, blóðberg, kornsúra, gras-
víðir, holtasóley, blávingull og blásveifgras. Þess skal Jró gætt, að hér er
einungis talað um tíðni þeirra í blettum þeim, sem Jressar tegundir
fundust í en ekki öllum blettunum sem heild.
Eins og þegar er fram tekið, er melagróðurinn strjálli, og Jdví er
næsta erfitt að tala þar um sérstök gróðurhverfi, einkum þegar þess er
gætt, að margar tegundir virðast koma þar fyrir af hendingu, án Jress
séð verði orsök til þess, nema helzt tíðni Jæirra í aðliggjandi gróður-
lendum. Þar við bætist og, að megin þorrinn af tegundum melsins á
heima í öðrum gróðurlendum eigi síður en í melnum, einkum þó í
heiðinni. Ber melurinn því oft svip aðliggjandi gróðursvæða í tegunda-
samsetningu. Þetta kemur einkum fram í þeim talningum, sem gerðar
eru nálægt algrónu landi. Athuganirnar í Tab. XXXVIII eru liins
vegar gerðar í víðáttumiklum melasvæðum fjarri samfelldum gróðri.
Þá er og næsta óvíst, hvort hægt er að tala um melagróðurinn, sem
staðföst gróðurlendi. Miklu oftar má gera ráð fyrir, að þar sé um að
ræða gróður á breytingastigi, einkum í námunda við algróið land. Þó
er vert að geta Jress, að í hálendinu eru allar gróðurbreytingar svo hæg-
fara, að ætla má að melurinn sé næsta stöðugur í nekt sinni. Af þessu
leiðir, að gróðurhverfi þau, sem hér eru nefnd í melnum eru það naum-
ast í sama skilningi og í öðrum gróðurlendum. Mætti Jrar ef til vill
74 Flóra - tímarit um íslenzka grasaeræði