Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 77
helzt tala um afbrigði gróðurhverfa eða gróðurhverfabrot (Associations-
fragments).
Ég hefi þó gert tilraun til að skilgreina fjögur gróðurhverfi melsins.
88. Lambagras-túnvinguls hverfi (Silene acaulis-Festuca rubra soc.).
Tab. XXXVII. A—B 1-3).
Allir blettirnir eru á Bárðdælaafrétti, og af fremur litlu svæði í um
350 m hæð. Túnvingull (F. rubra) er sú tegund, sem langmest ber á, en
lambagras (S. acaulis) er staðföst tegund með allhárri tíðni. Tegundir
eru fáar. E% tiltölulega liátt en H er drottnandi lífmynd, þótt að vísu
muni ekki miklu á henni og Ch. G vantar algerlega. Staðhættir eru
líkir á öllum stöðunum, þ. e. smágrýttir, lausir og sendnir melar, enda
er gróðurinn skyldur hreinum sandgróðri. Þótt tegundir séu fæstar í
bletti 3, er gróður samt mestur þar sem sú talning var gerð, og sló þar
grænleitri slikju á melinn, einkum þó í lægðum. Gróðurhverfi þetta
er mjög skylt lambagras hverfi því, sem ég hefi lýst í ritgerð minni 1945
p. 466, og væri sennilega réttast, að sameina þau í eitt hverfi. Ef svo
er gert, er ljóst, að hverfi þetta er mjög útbreitt í lausum og sendnunr
melum hálendisins. Það skilur sig frá eftirfarandi hverfi í því, að gras-
víði vantar, og músareyra er sjaldgæft hér. Þá kemur og holurt (Silene
maritima) fyrir í þessu hverfi, en heimkynni hennar á láglendi eru ein-
mitt sendnir melar.
89. Grasvíði-músareyra hverfi (Salix herbacea-Cerastium alpinum soc.).
(Tab. XXXVII. A—B 4-7).
Blettirnir eru á Bárðdælaafrétti, Kaldadal og Holtavörðuheiði. Þeir
liggja allir í tiltölulega smágrýttum, þéttum melum. Tegundafjöldi er
allmisjafn, og kemur þar fram greinilegur munur eftir hæð blettanna.
Á lægstu stöðunum í um 400 m hæð eru 15 og 19 tegundir en á þeim
hærri í um 600 m hæð 10 og 12. Grasvíðir (S. herbacea) er alls staðar
algengasta tegundin, en músareyrað (C. alpinum) hins vegar allbreyti-
legt, en það kemur naumast fyrir í talningum í öðrum gróðurhverfunr
hálendismelanna. Lambagras (Silene acaulis) er algengt hér eins og í
öllum fjallamelum. Aðrar tegundir, sem mikið ber á eru: Túnvingull
(F. rubra), blóðberg (Thymus arcticus), blásveifgras (Poa glauca), móa-
sef (Juncus trifidur), blávingull (Festuca vivipara) og kornsúra (Poly-
gonum viviparum).
Hlutföll tegunda og lífmynda sýna mjög hátt A%, hið hæsta er það
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 75