Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 78
kemst í melnum, og virðist hæðarmunurinn þar engin áhrif liafa. G%
er óvanalega hátt í melagróðri, því að í öðrum gróðurhverfum melsins
sjást G naumast. Hverfi þetta er mjög skylt grasvíði-kornsúru hverfi
(Salix herbacea — Polygonum viviparum soc.) (Steindórsson 1945 p.
464) og er ef til vill um sama hverfið að ræða, sem þá væri réttast nefnt
Grasvíði-kornsúru-músareyra hverfi (S. herbacea — P. viviparum — C
alpinum soc.).
Einstakir blettir:
Blettur XXXVII. 4, Öxnadalur, hæð um 620 m er í dæmigerðum
háfjallamel, sem er stórgrýttur með strjálum gróðri. Músareyra (S. al-
pinum) gætir hér lítið.
Blettur XXXVII. 5, Kaldidalur, hæð um 600 m. Staðhættir nrjög
líkir og í 4. Túnvingull (F. rubra), kornsúra (P. viviparum) og fjall-
liæra (L. arcuata) eru hér áberandi tegundir.
Blettur XXXVII. 6, við Biskupsbrekku á Kaldadal, um 400 m hæð.
Bletturinn er utan hins eiginlega melasvæðis, að því leyti, að hér er
um að ræða litla melabletti innan um gróið land. Gróður er því þétt-
ari hér en á hinurn stöðunum, og þekur surns staðar allt að 20% af
yfirborðinu. Móasef (]. trifidus) er áberandi.
Blettur XXXVII. 7, Holtavörðuheiði í urn 420 m hæð. Talningin
er gerð utan í melhalli, sem veit mót norðvestri. Þar er tiltölulega rakt,
og því nokkur snjódældarbragur á gróðurfarinu, enda mun hér snjó-
þyngra en títt er á melum. Mosi er allmikill. Þarna eru nokkrar teg-
undir, sem fremur eiga lieima í snjódæld en mel, eru það jöklaklukka
(Cardamine bellidifolia), fjallapuntur (Descliampsia alpina), fjalladepla
(Veronica alpina), naflagras (Koenigia islandica), snækrækill (Sagina
intermedia) og stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris). Hér er því raun-
ar um að ræða millistig mels og snjódældar, en mörk milli þessara gróð-
urlenda geta stundum orðið næsta óskír.
90. Blóðbergs-blásx/eifgras hverfi (Thymus arcticus — Poa glauca soc.)
(Tab. XXXVII. A—B 8-9).
Báðir blettirnir eru á Holtavörðuheiði í 430 og 320 m hæð. Engin
ein teg'und drottnar hér í gróðursvip, svo að næsta erfitt er að einkenna
hverfið. Á báðum stöðum er um að ræða koll á jökulöldu, melurinn er
þéttur og ekki ýkja grýttur. Utan með melnum er mosaþemba, og inni
í sjálfum melblettunum eru mosapúðar. Foksandsáhrif eru engin. í 9
eru gullmura (Potentilla Crantzii) og vallarsúra (Rumex acetosa) all-
áberandi, en hvorug þeirra getur talizt eiginleg melategund. A% er
76 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði