Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 79
hærra en í undanfarandi melahverfum, og sömuleiðis H%. G gætir dá-
lítið, einkum í 8. Hverfi þetta, einkum eins og það kemur frarn í bletti
8, er algengt á þessu svæði, og er tiltölulega útbreitt mn hin lágu heiða-
lönd þar austur frá, þar sem sandfoks gætir lítið eða alls ekki, og mela-
svæðin víðast hvar umfangslítil. Munur á mel og mosaþembu er þar
víða lítill og mörkin óskír, enda fléttast þessi gróðurlendi þar mjög
saman og hverfa hvort yfir í annað án skýrra marka.
91. Rjúpnalaufs-blóðbergs hverfi (Dryas octopetala — Thymus arcti-
cus soc.) (Tab. XXXVII. A-B 10).
Hin eina athugun, sem um ræðir úr þessu hverfi er úr nágrenni
Fornahvamms í um 220 m hæð, svo að hún á tæplega heima í hálendis-
gróðrinum, enda er svipur hverfisins allur með láglendisblæ. Melur-
inn er stórgrýttur en gróður gisinn, og samfelld mosaheiði, þar sem
lægra ber á. Rjúpnalauf (holtasóley) (Dryas octopetala) og blóðberg (T.
arcticus) eru drottnandi blómplöntur, en annars eru móasef (Juncus
trifidus), blávingull (Festuca vivipara) og hvítmaðra (Galium pumi-
lum) áberandi tegundir í aðliggjandi heiðagróðri. Sýnir það ljóslega
hversu mela- og heiðagróðurinn er í raun og veru skyldur. Þetta gróð-
urhverfi er rnjög sjaldgæft í hálendinu, ef það á annað borð finnst að
nokkru ráði þegar kemur upp fyrir hálendismörk. Hins vegar er það
víða á láglendi enda eru rjúpnalauf og blóðberg einhverjar algengustu
melaplöntur láglendisins.
8. FLÁ
(Tundra moor)
í ritgerð minni 1945 (pp. 476—495) hefi ég gert grein fyrir þeirri
samstæðu gróðurhverfa, sem flár kallast, og rakið þar að nokkru mynd-
un flánna og breytingar.
Á svæðum þeim, sem ritgerð þessi fjallar um, er lítið urn flár. Mest
er af þeim á Gnúpverjaafrétti. Stærsta fláin á því svæði var þá í Múla-
veri suður af Arnarfellsmúlanum í nær 600 metra hæð. Rústir þar
voru allstórar, 1—2 m háar og miklar að ummáli. Ég átti þess ekki kost
að fara verulega um þessa flá eða gera þar gróðurtalningar. En í rnegin-
dráttum var gróðri hennar háttað á þessa leið: Rústakollarnir voru
þurrir og gróðurlitlir og sums staðar allmikið blásnir. í rústajöðrunum
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 77