Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 81
lægri og alvaxnar mosa. í þessari flá eru gerðar talningarnar í Töflu
XXXIX, I og III.
Fláin í Loðnaveri er lítil um sig. Rústirnar flestar nær kringlóttar
eða sporbaugslaga um 10—15 m að þvermáli. Allar voru þær nær gróð-
urlausar í kollinn, eða þar uxu smátoppar af músareyra (Cerastium al-
pinum), melskriðnablómi (Cardaminopsis petraeá), lambagrasi (Silene
acaulis), geldingahnapp (Armeria vulgaris), axhæru (Luzula spicata),
klóelftingu (Equisetum arvense) og skeggsanda (Arenaria norvegica).
Rústajaðrarnir voru sundursprungnir og víða að sökkva. Þar sem sam-
felldur gróður var í þeim voru aðaltegundirnar: grávíðir (S. glauca),
krummalyng (E. hermafroditum) og bláberjalyng (Vaccinium uligino-
sum). Ennfremur uxu þar: stinnastör (C. Bigeloiuii), kornsúra (Poly-
gonum viviparum), túnvingull (Festuca rubrá), grasvíðir (S. herbacea),
þursaskegg (Kobresia myosuroides), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), sýki-
gras (Tofieldia pusilla) og smjörgras (Bartsia alpiná). í dældunum voru
aðallega þrjú gróðurhverfi, ljósu-
starar hverfi (Carex rostrata soc.),
klófífu-hengistarar hverfi (E.
a?igustifolium — Carex rariflora
soc.) og hengistarar hverfi (C.
rariflora soc.). í öllum þessum
hverfum óx nokkuð af grávíði
fð. glauca) og hdlmgresi (C. negl-
ecta). Rústir í þessari flá voru
mjög að eyðast um þessar mund-
ir.
Loks var athuguð lítil flá í
Þverbrekknahverfi á Kili.
Tafla XXXXIX A-B sýnir
niðurstöður talninga úr þessum
flám. I og III úr Kjálkaveri, II
úr Loðnaveri og IV úr Þver-
brekknahverfi.
Tab. XXXXIX I a-d sýnir
gróðurinn í rúst í Kjálkaveri.
Gróðurbeltaskiptingin er Jrar
mjög greinileg, sbr. 21. mynd.
Á þverskurði myndarinnar eru
sömu merki og í töflunni.
Belti Ia er þar sem lægst ber 21. mynd. Flá i Kjálkaveri.
TIMARIT IJM ÍSI.F.NZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 70