Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 83
Beltaskipting og gróðurfar er líkt og í I, og því ekki ástæða til að fjöl-
yrða fremur um það. Þó er þess að gæta, að í d er grámosi (Rhacomi-
trium) mjög áberandi. Hins vegar er flá þessi mjög einstök að gerð, og
gæti verið vafasamt, hvort telja bæri hana til hinna eiginlegu fláa. Rúst-
irnar eru hér ekki jarðvegsþúfur, lieldur hraunhæðir, því að flá þessi
liggur á gömlu hrauni. Hér hygg ég sé um fullkomna undantekningu
að ræða í íslenzkri fláamyndun, en ekki er þetta ólíkt því, sem Kihlman
(1890 pp, 10—11) lýsir, þar sem hann segir, að í túndruþúfunum geti
verið kjarni af ólífrænum uppruna svo sem jökulruðningur. En þótt
þessu sé svona farið, er gróðurfarið hið sama og í venjulegum flám.
í ritgerð minni 1945 (pp. 481 o. áfr.) lét ég þá skoðun í ljós, að
fláin væri sams konar myndun og túndrumýrar heimskautabeltisins og
hinna nyrztu héraða Skandinaviu, en þar hafa Fries 1913 og fleiri síð-
ari höfundar kallað þessar mýrar Palsenmoore. Skoðun mína studdi ég
þá eingöngu við lýsingar þeirra mýra í bókum.
Sumarið 1961 skoðaði ég eina slíka ,,Palsenmoor“ nálægt járnbraut-
arstöðinni Tornetrásk í Norður-Svíþjóð. Síðan tel ég engan vafa leika
á því, að jlárnar islenzku og „Palsenmoore" í Skandinavíu er nákvœm-
lega sama fyrirbœrið, bœði að jarðmyndun og gróðurjari, þótt nokkuð
beri á milli um einstakar plöntutegundir eins og vænta má, vegna
ólíkrar flóru landanna.
Mýri sú, er ég skoðaði í Tornetrásk er fremur lítil að víðáttu, og
að sögn kunnugra eru rústirnar meðal hinna smávaxnari þar um slóðir.
Mýrin er marflatur flói, og engar smáþúfur í honum, en mjög var hann
blautur. Hvergi voru þurrlendari belti umhverfis sjálfar rústirnar, eins
og stundum verður hér á landi. Rústajaðrarnir voru þverbrattir, dá-
lítið misháir en víðast livar 1—1.5 m á hæð. Hins vegar voru kollarnir
svo bunguvaxnir, að þeir munu víða vera um 2.5 m hærri en umhverfi
rústarinnar, þar sem hæst ber á þeim. Rúst sú, er ég skoðaði bezt, var
um 60 m löng og 12—15 m breið, og voru þær flestar með líkri lögun,
þótt stærðin væri önnur. Rústakollunum hallaði yfirleitt mót vestri,
en gróður var meiri á þeim austanverðum. Annars voru kollarnir þar
að miklu leyti gróðurlausir, og kemur þar fram nakinn mókenndur
jarðvegur, sem allur var sprunginn í marghyrninga.
Gróðurfari og beltaskiptingu er í megindráttum háttað eins og hér
verður frá skýrt og rissið á 22. mynd sýnir. Er þar fylgt línu þvert yfir
rústina frá vestri til austurs. Á þverskurðinum eru beltin merkt eins
og í textanunr með tölunum 1—7.
1. Flói, marflatur með smátjarnalænum. Aðaltegund hans er kló-
fífa (E. angustifolium), en sums staðar eru toppar af mýrafinnung (Scir-
6 TÍMARIT UM ÍSIÆNZKA ORASAFRÆÐI - FlÓra 81