Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 84
pus caespitosus), Andromeda polifolia er þar alláberandi. Mikið var
þar af einhverri starartegund (Carex), sem ekki var nóg sprottin, til þess
að hún yrði nafngreind. Næst rústinni varð háplöntugróðurinn gisinn,
þar er mómosi (Sphagnum) svo
drottnandi, að liann mun þekja
um 75% af yfirborðinu.
2. Rústarjaðar urn 1 m á hæð.
Mosi var þar mikill (Polytrich-
umf). Annars bar þar mest á
runngróðri svo sem gulberjum
(Rubus chamaemorus), fjalldrapa
(Betula nana), og krummalyngi
(Empetrum hermafroditum).
3. Flag, gróðurlaust af há-
plöntum.
4. Heiði. Aðaltegudirnar þar
eru: krummalyng (E. hermafro-
ditum), fjalldrapi (B. nana), gul-
berjalyng (R. chamaemorus),
týtuberjalyng (Vaccinium vitis
ideae), bláberjalyng (V. uligino-
sum), Aiidromeda polifolia og
Ledum palustre.
5. Flag, sama og 3.
6. Rústarjaðar, 1.7—2.00 m
hár. í honm vex allstórvaxinn
runngróður, þar á meðal nokkr-
ar birkihríslur (Betula pubes-
cens). Annars voru tegundir að
mestu hinar sömu og í 4 en
nftvrrr
m77777777rn ,r?r/))))7?n7t
22. mynd. Úr flá i Tornetrask.
Línan A-V ca 10 m, línan S-N ca 50 m.
a b c d e blásinn jaðar. T tjörn, R rústir
(Palsen). L niðurfallnar dældir í rústina.
B þverskurður yfir rústina eftir línunni
1-7.
stórvaxnari, einkum bar þar meira á Ledum palustre.
7. Flói samsvarandi 1.
Þess skal getið að meðfram öllu flagbeltinu uppi á rústinni var um
50—100 sm breið ræma sem var grágul af fléttum (Lichen), en engar
háplöntur uxu í fléttubeltinu.
Enda þótt lýsing þessi og riss sé ekki fyllra, tel ég þó að eftir því
verði ekki um það villst, að hér er um sams konar fyrirbæri að ræða
og flárnar á íslandi. Aðalmunurinn er í því fólginn, að rústirnar í
Tornetrásk eru yfirleitt mun stærri en tíðast er í flánum hér. Þó hefi
ég síðar séð rústir í Orravatnsrústum á Hofsafrétti Skagfirðinga sem
82 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði