Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 85
ekki stóðu Tornetrask rústunum að baki um stærð. Gróðurinn í Torne-
trask er fjölbreyttari og þroskameiri en í íslenzku flánum. En allflest-
ar einkennistegundir íslenzku flánna eru þar og afstaða þeirra í gróður-
beltum hin sama.
Hér á undan hefur öðru
hvoru verið minnzt á rofabakka
í flám eða öllu heldur rústum.
Þegar ég kannaði flárnar í
Gnúpverjaafrétti sumarið 1940
þótti mér bera á því, hversu
mikið hrun og hrörnun var í
rústunum. Þó var því misjafnt
háttað eftir stöðum. Minnst sá
á rústunum í Arnarfellsveri,
litlu meira í Tjarnaveri, en í
neðstu flánum, Kjálkaveri og
Loðnaveri, var hrunið því
meira. Á mynd 21 er rúst í
Kjálkaveri. Eins og lögun henn-
ar ber með sér er þar fremur
um leifar af rúst að ræða en
heila rúst. Rúst þessi hefur ver-
ið allliá, nær 2 m. Þversnið í
rofabekkanum sýndi að hún
23. mynd. Fallandi rúst i Loðnaveri.
1 gamall rústarjaðar, 2 tjörn, 3 rofbakki,
4 rústarkollur.
var gerð af eftirfarandi lögum:
Efst leirblandið moldarlag 20 sm. Grófgert dökkt öskulag 5 sm. Mó-
kenndur jarðvegur með öskulögum 150 sm. Þar fyrir neðan tók við
þykkt, hvítt öskulag, sem lá niður við vatnsborð tjarnarinnar, er lá inn
að rústinni, og gat ég ekki kannað lengra niður fyrir vatnsaga. Þegar
athugunin var gerð seinast í júlí var enn ískjarni í rústinni, en íslaust
með öllu í dældunum og allt inn að rústarjöðrunum. Þess sáust greini-
leg merki við rofbakkann, þar sem tjörnin lá að lionum, að úr rúst-
inni lirundi, jafnóðum og yzta lagið í rofbakkanum þiðnaði, og át
tjtörnin sig með þeim hætti inn í rústina.
Enn meiri var þó eyðing rústanna í Loðnaveri. Þar var naumast
hægt að segja, að nokkur rúst væri heil, margar þeiiTa virtust beinlínis
sokknar, og var þar nú tjörn, sem rústin var áður, en á tjarnarbökkun-
um voru lágir garðar, sem sýnilega voru gamlir rústajaðrar. Sums stað-
ar yddi á rústarkollinn í miðri tjörninni. 23. mynd sýnir slíka sökkv-
andi rúst. Miðbik hennar er enn ófallið, en inn í báðar hliðar liennar
6*
TÍMARIT UM ÍSLENZKA ORASAFRÆÐI - FlÓm 83