Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 96

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 96
son, en dýrafræðingur var hins vegar enginn til hér, ef frá er skilinn Benedikt Grön- dal, sem var nú auk þess kominn til aldurs. Er ekki að efa, að Bjarni hefði orðið stórtækur í grasafræðinni, ef hann hefði valið þá braut. Um aldamótin hafði Stefán Stefánsson gefið þjóð sinni hina fyrstu frumsömdu, íslenzku flórubók. Ekki er ólíklegt, að þetta fordæmi Stefáns hafi orðið Bjarna hvatning til að leggja einnig eitthvað af mörkum til alþýðlegrar náttúrufræði á íslandi. Svo mikið er víst, að árið 1926 kom fyrsta bókin af þessu tagi frá hans hendi, bókin um fiskana, og að áratug liðnum hafði honum tekist að koma út tveim- ur i viðbót, Spendýrunum (1932) og Fuglunum (1936). Þessi þrjú rit, samtals um 1660 bls., birta oss að heita má allt það, sem þá var vitað um íslenzk hryggdýr, og því eru þetta vísindarit, enda þótt form þeirra og frágangur allur sé vel við hæfi alþýðu. Mikið af efni bókanna eru eigin rannsóknir, og á það sérstaklega við um fiskana og seli og hvali í spendýrabókinni. Bækur þessar eru einstætt afreksverk, og munu lengi halda nafni höfundar síns á lofti. Þá má geta, að síðan þessar bækur Bjarna kornu út, hefur nær ekkert verið skrif- að alþýðlega unt íslenzk hryggdýr. Á síðustu æviárum Bjarna Sæmundssonar var honum sýndur margvíslegur heiður, enda er Jtað mála sannast, að fáir liafa verið eins vel að heiðrinum komnir eins og hann. Hér verður aðeins getið doktorsnafnbótar, er Hafnarháskóli sæmdi hann á 450 ára afmæli sínu árið 1927. Bjarni andaðist í Reykjavík þann 6. nóvember 1940, 73 ára að aldri. Fáum ís- lendingum hefur auðnast að vinna heilladrýgra starf en honum. EINAR HELGASON GARÐYRKJUSTJÓRI. ALDARMINNING. Einar Helgason er fæddur [lann 25. júní 1867 í Garðsárdal í Eyjafirði og ólst þar upp. Hann lærði garðyrkju, fyrst hjá Schierbeck landlækni í Reykjavík og síð- an í Danmörku. Einar var fyrst starfsmaður Búnaðarfélagsins en síðan garðyrkjustjóri hjá hinu íslenzka garðyrkjufélagi í Reykjavík og forstöðumaður gróðrarstöðvarinnar þar. Hann ræktaði og prófaði fjöldann allan af plöntutegundum í Gróðrarstöðinni, og skrifaði fjölda greina og nokkrar bækur um reynslu sína í þeim efnum, þar á meðal hinar alkunnu bækur: Bjarkir, leiðarvísir í trjárækt og blómrækt; Rósir, leiðarvísir í ræktun inniblóma; og Hvannir, matjurtabók (1926). Bækur Einars voru einu leiðbeiningarritin í Jtessum efnum um áratuga skeið, og náðu miklum vinsældum nteðal almennings, ekki sízt bókin Bjarkir, sem var eins konar aljjýðleg grasafræði um leið. Var Einar jafnan óþreytandi við að hvetja menn til ræktunar blóma og trjáa, og lá ekki á liði sínu í því efni. Þykir mér ekki ólíklegt, að við megum Jjakka Einari margan fagran reit í voru landi. Einar andaðist 11. októljer 1935. INGIMAR ÓSKARSSON GRASAFRÆÐINGUR 75 ÁRA. Ingimar Óskarsson er fæddur 27. nóvember 1892 að Klængshóli í Skíðadal í Svarfaðardal. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri en hvarf síðan að kennslustörfum, og vann við Jiau nær samfleytt til ársins 1947, er hann gerðist 94 Flórn - tímarit um íslenzka grasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.