Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 12

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 12
10 Vegna fáranlegra hugmynda margra ágætra íslenzkra bókmennta- manna um vinnubrögð skálda og rithöfunda hef ég komizt að þeirri niður- stöðu, að nú sé brýn þörf á því, að gera heildarmynd af því, hvernig listamenn hafa hugsað á hinum ýmsu tímum og hvernig nútímalist hefur þróazt. A þeim tímum þegar trúmálum og vísindum var blandað saman eins og t. d. þegar kaþólskri guðfræði var blandað saman við gríska heimspeki, varð til einskonar gerviheimspeki. I dag veður allskonar gervi- lieimspeki uppi. I þessari ritgerð reyndi ég að sýna fram á það hvílík hætta er á ferðum fyrir listina, já alla þróun mannlegs samfélags þegar slíkt heilaglund- ur er haft að leiðarljósi við mannanna störf í listnm og vísindum. Það þarf vissa tegund af mannvonzku til þess að losa sig við slíkan viðbjóð. Einnig reyndi ég að sýna fram á það, hvernig stórskáldin leitast við að setja mannlífið upp í nokkurskona- jöfnur, en lfíið sjálft í heild sinni, framþróunin lætur þessar jöfnur ganga upp eftir efni og ástæðum, sem falið er á bakvið hin flóknn öfl, sem stjórna framvindunni. En ég vildi vinna þetta verk þannig að lesandinn sæi þetta sjálfur, en ekki á þann hátt, að ég kallaði til hans ofan frá mínum sjónarhóli og segði honum hvað ég sæi, ég vildi veita lionum hlutdeild í mínum eigin sjónarhól, að svo miklu leyti sem slíkt er á mínu valdi, gefa honum hluta af minni eigin sjón, ef ég mætti orða það svo. Hans var að leggja mat á hlutina. Og ritgerðin var tilbúin. Eg kallaði hana „Broddur framþróunar- innar“. Ennfremur „Drög að ritgerð um ujp'pliaf nútima liugsunar og nú- tíma listar“. Kaflarnir fengu eftirfarandi heiti: „Verkefnið“, „Algengt viðliorf nú á dögum“, „OrsakalögmáIið“, „Andlegt myrkur í JfO þúsund ár“, „Upphaf nútíma hugsunar“, „Grundvöllunnn treystur“, „Stoðir bresta“, „Gerviheimspeki', „Nútíma hugsun í fornum skáldskap", „Forn hugsun í nútíma skáldskap“ og svo framvegis og svo framvegis. Eg vildi bera þetta nndir einhverja góða menn, sem væru menntaðir í heimspeki eða einhverjum skyldum fræðigreinum. Þeir Gunnar Ragnars- son og dr. Broddi Jóhannesson lásu ritgerðina yfir. Gunnari fannst að mér hafi tekizt að koma þessu efni í eina heild, en benti mér á ýmislegt, sem betur mætti fara, en dr. Broddi sagði að ritgerðin væri reyndar uppistaða í heila bók eða beinagrind í bók. Nú var eftir að tala við Ragnar Jónsson. Hann las þetta og hafði mikinn áhuga á þessu efni, en vildi láta Kristján Karlsson ráða því, hvort greinin væri of löng til þess að birtast í Árbókinni, því að ég gat ekki skrifað um þetta í eins stuttu máli og til var ætlazt. Yfirleitt bar öllum saman um það, að hér væri komin saman uppistaða í heila bók. Loks varð það að samkomulagi milli mín og Kristjáns Karlssonar, að ég skrifaði litla ritgerð og segði frá hinni stærri, þar sem sú ritgerð tæki pláss á kostnað annarra ritgerða í Árbókinni. Ég var mjög fús til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.