Árbók skálda - 01.12.1958, Page 31
29
og láta kvenstúdentar ekki sitt eftir liggja, enda fylgir styrknum og lán-
unum vandræðalaus gjaldeyrisyfirfærsla og breiðgötur og búðargluggar
Parísar eru girnilegt rannsóknarefni. Aftur á móti eiga þeir sem fást við
að skapa bókmenntir ekki innangengt í þessari stofnun, þótt aðeins sé
um að ræða lán í því augnamiði að viðkomandi geti kynnt sér menningar-
líf annarra þjóða.
Fyrir nokkru var fjárveiting til Menningarsjóðs rúmlega tvöfölduð.
Drjúgum hluta aukningarinnar ætlar menntamálaráð, sem stjórnar sjóðn-
um, að verja til útgáfu á hinum og þessum gömlu bókum sem allar eru
fyrir löngu hættir að lesa og eru flestar enn til rykfallnar á hanabjálka-
loftum bóksalanna, að söfnunum ógleymdum. En þegar það spurðist að
ráðið væri samt í vandræðum með að koma peningum í lóg, fóru rithöf-
undasamtökin þess á leit að félagskapnum yrði veitt nokkur upphæð til
að gera nokkrum meðlima sinna kleift að vinna að samningu ritverka
nokkra mánuði ársins. Ráðið samþvkkti að veita 10 þús. kr., en með
því skilyrði að ekki meira en þrjú þúsund kæmu í hlut styrkþega og ekki
meira en þúsund kr. á nránuði. Þetta hljómar eins og fyndni — og er það.
En af hverju ekki teygja systemið til enda. Það eru rúmlega 100 manns
í rithöfundasamtökunum. Af hverju eklci bara ein axlabönd á mann? Þau
mættu vera úr nyloni og skreytt útsaumi til að gera þau eigulegri: Fram-
lag Menningarsjóðs Islands til rithöfunda árið 1958. I versta falli gætu
menn hengt sig í þeim þegar þeir byrja að stikna í vítislogum þeirrar
kjarnorkustyrjaldar sem skollið getur á hvenær sem er og braskarar
hér heima hafa verið svo forsjálir að panta hlutdeild okkar og barna okk-
ar í með herstöðinni í Keflavík.
Hinu er samt ekki að leyna og er að koma á daginn, að núverandi
menntamálaráð stendur fyrirrennurum sínum langtum framar um fram-
takssemi og ýmsar nýungar, því að stundum slysast loppan á einn og
einn ás og sjást hans þá fljótlega merki, þótt ekki ráði hann einn öllum
gangi spilsins. Þeir hafa m. a. efnt til skáldsögusamkeppni í tilefni afmælis
og verðlaun stórmyndarleg og leyna ekki faðerninu, en hrifningin rýrnar
um nokkra hundraðshluta þegar litið er á tilhögunina sem orðið hefur ofan
á í ráðinu. Ráðið fylgdi nefnilega ekki hinu fyrsta, óvenjulega og óeigin-
gjarna fordæmi yngsta bókafélags á landinu, Almenna bókafélagsins,
sem verðlaunar verk án tillits til hver útgefandinn er og áskilur sér aðeins
rétt til kaupa á nokkrum hluta upplagsins handa félagsmönnum sínum,
og það er árleg hvatning og áframhaldandi, og ekki bundin við afmæli.
En Menningarsjóður gefur sjálfur út verðlaunahandritið og auk þess
sem forlagið hefur sæg félagsmanna, ldýtur sú bók sem verðlaunuð er
með 75 þús. kr. að seljast í stóru upplagi á almennum bókamarkaði, þannig
að krónurnar skila sér sennilega allar með tölu aftur í kassann, en þessi
tilhögun, þar sem í hlut á ríkisrekin menningarstofnun, er nýstárleg send-
ing í garð samherja í erfiðri menningarviðleytni, þ. e. þeirra forleggjara
sem gefa út bókmenntir en ekki reyfara, en þeir veðja á unga höfunda
svipað og menn veðja á hesta á skeiðvelli, og er samlíkingin fengin að