Árbók skálda - 01.12.1958, Side 38
Jón frá Pálmholti:
Skáldið og þjóðfélagið
(Fáeinir leikmannsþankar.)
Ég er ekki bókmenntafræðingur, en úr því mér hefir boðizt rúm í
Árbók, þar sem gert er ráð fyrir umræðum um skáldskap okkar tíma, sem
er mjög þarft umræðuefni og vel til fundið, þá langar mig að nota tæki-
færið og gera tilraun til þess að svara nokkrum spurningum, sem ég hef
borið upp við sjálfan mig og sem hafa stundum leitað á mig, ef einhver
hefði ánægju af. Þetta verður ekki nema lauslegt rabb frá minni hendi
um örfá atriði, en ég skal reyna að vera eins hreinskilinn og mér er
mögulegt. Þá er fyrst að athuga:
Hvað er Ijóð?
Gömul austurlenzk þjóðsaga greinir frá á þessa leið:
Einu sinni var ríðandi maður á ferð, og þar sem hann reið eftir þjóð-
veginum kom hann auga á lítinn fugl, sem flýði undan stórum ránfugli.
Smáfuglinn leitaði skjóls undir k\iði hestsins, en þar var litla vernd að
fá, því hesturinn steig ofaná fuglinn og klessti hann til bana. Þegar maður-
inn sá þetta fylltist brjóst hans heitri samúð, og hann gaf frá sér lága
stunu. Þessi samúðarstuna mannsins varð upphaf fyrsta ljóðsins.
Þannig er ljóðið samúðarstuna skáldsins, sem flytur dýpstu tilfinn-
ingar þess og mestu reynslu. Skáldið stynur undan þunga samtíðar sinnar,
undan harðýðgi og grimmd lífsbaráttunnar og óréttlæti þjóðfélagsins.
Ljóðið getur átt uppruna sinn í umróti þjóðfélagsmála, yljað heitri rétt-
lætiskennd og sterkri samúð með þeim, sem á einhvern hátt þjást eða
eru lítils máttar. Einnig getur ljóð átt uppruna sinn í persónulegu lífi
skáldsins, vakið af innri reynslu þess, vonbrigðum og fögnuði. Oft leggja
svo bæði þessi atriði saman við myndun ljóðs. Það er ekki mikill atburður
á heimsvísu þótt lítill fugl deyi drottni sínum, en það er einmitt eitt af
sérkennum hins sanna skáldskapar að láta jafnvel minnstu viðburði endur-
spegla hið stóra drama lífsins.
Hversvegna yrkja menn Ijóð?
Ég held að öll skáld yrki Ijóð af nauðsyn. Tjáningarþörf þeirra sé
svo rík að þau geti ekki þagað. Hjá mér er þetta venjulega þannig að
ýmis atvik, oft harla lítil í sjálfu sér, orka á mig með þeim liætti að mér
finnst ég verða allur einhvernvegin gljúpur, finnst jafnvel stundum að ég
muni gliðna í sundur þá og þegar. Taugarnar verða þandar og skynjun
öll næmari en venjulega. Ég finn til þyngsla fyrir brjóstinu, eins og ég