Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 39
37
þurfi að losna við eitthvað. Sé blað og ritfang við höndina, gríp ég livort
tveggja og fer að krota eitthvað, oftast einhverja vitleysu, runu af manna-
nöfnum, eða rissmyndir einhvers konar. Svo kviknar alltíeinu hjá mér
afar mikilvæg hugsun, að mér finnst. Mér er þá næst að halda að ég hafi
leist lífsgátuna til fulls. í sama bili hverfa brjóstþyngslin og mér fer að
líða vel. Ég hreiðra um mig með pappírinn og blýantinn, eins vel og ég
get, og fer að yrkja. Oftast fæðist hvert ljóðið eftir annað, stundum allt
að tíu í lotu. Ég skrifa þau niður hvert á eftir öðru, legg þau svo frá
mér og hreyfi þau ekki meir í nokkrar vikur eða mánuði. Stundum geta
liðið ár þar til ég snerti þau aftur. Þá hefst hreinsunin. Flestum er kastað,
en nokkur tekin fyrir, endurbætt og löguð til einsog ég framast get. Það
getur líka komið fyrir að aðeins verði til eitt eða tvö 1 jóð í einu slíku
kasti. Þá held ég stundum áfram með þau strax. Þessi köst geta staðið
yfir misjafnlega lengi, frá ca. hálfri stund uppí tvær til þrjár stundir eða
lengur. Þau koma einnig mjög óreglulega. Það geta liðið mánuðir án
þess ég yrlci neitt, sem heitið getur, en stundum ryð ég þessu úr mér
dag eftir dag. Það eru skemmtilegir dagar. Yfirleitt birti ég ekki efni
opinberlega, nema bera það fyrst undir dómbæran mann.
Form ljóðs?
Ég álít að form Ijóðs eitt sér geti verið úrskurðaratriði um gildi
Ijóðsins sem skáldskapar. Þessvegna finnst mér þær umræður, sem snúast
aðallega eða eingöngu um form, næsta þarflitlar og stundum dálítið bros-
legar. Auðvitað er hver sjálfráður að því hvaða form hann hefir á ljóð-
um sínum, og í raun og veru hefir hvert Ijóð sitt form. Hver Ijóðhöfundur
gefur verkum sínum eitthvað af eigin persónu, svo fremi að eitthvað sé
í ljóð hans spunnið. Því bera ljóð hvers skálds oftast persónulegan svip,
sem jafnan gætir í formum þeirra. Að yrkja ljóð með aðfengnu formi
er einsog að kaupa notaða flík á fornsölu og segja hana nýja. Ég held það
sé eðlilegast að Ijóðið sé sem frjálsast og sem minnst bundið. Það getur
verið að sumir telji sér auðveldara að reyra Ijóð sín í viðjar ríms og stuðla,
en mig grunar þó, að stundum sé þesskonar skáldskapur til orðinn frekar
sem næturgaman lífsþreyttra piparsveina, eða sem afsprengi þeirrar íhald-
semi sem kölluð er þjóðrækni, en að hann sé sprottinn af djúpri tjáningar-
þörf og ríkri samúð með lífinu. Mér i'innst sú röksemd að menn eigi af-
dráttarlaust að hafa rím og stuðla í ljóðum sínum vegna þess að for-
feður okkar hafa gert svo í aldir, álíka viturleg þeirri skoðun, ef fram
kæmi, að við ættum raunverulega að búa í óþiljuðum moldarhúsum,
einungis af því forfeður okkar hafa búið í þannig híbýlum ámóta lengi og
þeir hafa búið við endarímið.
Ég yrki ekki án ríms og stuðla vegna hatnrs á slíkum hjálpar-
gögnum, heldur vegna þess að mér finnst þetta ekki vera nein hjálpar-
gögn, heldur þvinga mig og gera mér erfiðara fvrir. Mér finnst Hka
eðlilegt að fylgja eftir þeirri þróun, sem orðið hefir á ljóðinu hér undan-
farin ár. Það er eðli æskunnar að rísa gegn næstu kynslóð á undan og
kveða sér hljóðs með ný sjónarmið og ný verkefni á nýjan hátt. Ef ungt