Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 44

Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 44
42 sambönd tungunnar eru orðin svo fast mótuð, að í rauninni eru einstök orð þeirra búin að glata frummerking sinni, menn nota slík orðasambönd, þegar þeir nenna ekki að hugsa. Þeir eru þá í rauninni að láta fortiðina hugsa fyrir sig. Yngri skáldin stefna í aðra átt. Þau eru að brjóta af sér kúgun vanans, hugsun þeirra er frumleg, af því að beita orðum og hug- myndum á nýjan hátt. Auðvelt væri að rökstyðja þetta með dæmum úr Ijóðum þeirra Hannesar Sigfússona]> og Einars Braga, svo að tvö lifandi skáld Islendinga séu nefnd, en lesendum þessarar greinar mun sízt, vera þörf á slíku, nýtt landnám tungunnar blasir hvarvetna við. En þetta átak yngri skáldanna neyðir lesendur til að hugsa á nýjan hátt. Gamalt orð- tæki eða málsháttur, sem lognazt hefur út af í munni þjóðarinnar, er skyndilega vakinn til lífs, skáldið bvltir gömlum þúfnakollum og brýtur land til lífvænlegri gróðrar. A sama hátt brýtur skáldið af sér fjötra greina- merkja og bragarhátta. Nýstárleg hugsun þolir ekki hefðbundnar reglur. Byltingin verður að vera á öllum sviðum listarinnar, svo að skáldið verði frjálst. En tilraunir okkar mistakast á stundum svo hrapalega, að lesand- inn skilur ekki, livað um er að vera. Því er nauðsynlegt, að lesandinn taki fullan þátt, í tilraunum okkur. An lesenda er skáldið eitt sér og er fyrirfram dæmt, því að manninum er eiginlegt að vera í samneyti við aðra, en skáldið á sérstakt mál og verður að skiljast til að vera til. Skáld, sem slær af sér kröfum sínum og stundar á málamiðlun til að komast í samband við lesendur, svíkur sjálfan sig og hættir að vera til. Eins og ég hef þegar bent á, þá reynum við að brjóta af okkur hömlur fyrri skálda. En þetta merkir vitanlega ekki, að við viljum ekki hlíta neinum aga í list okkar. Ritlist án aga er ekki til, en við erum að reyna að skapa okkur annars konar aga en forverar okkar beittu. En til eru fleiri tegundir af aga en formsagi. Það er vitanlega enginn dyggð að lim- lesta sjálfan sig til að gera sér öðrugra fyrir, og hvað er unnið við að yrkja vísu, sem hægt er að þylja jafnt aftur á bak og áfram? Ungum skáldum er oft borið það á brýn, að þau séu torskilin og myrk. En er sú ásökun alltaf réttmæt? Hér verðum við að gera greinar- mun á tvenns konar forsendum fyrir slíkum aðdróttunum. Skáld getur verið torskilið, af því að það skilur ekki reynslu sína til hlítar eða brestur tök á að tjá hana nógu skýrt. En önnur ung skákl eru torskilin fyrir þá sök, að þau hafa losað sig við allan aga, án þess að láta neitt koma í staðinn. Hugsun þeirra verður þá taumlaus, ótamin, villt. Lesendur hafa fyllstu ástæðu til að fordæma slik verk, en þeir hafa engan rétt á að láta hinn sama dóm ganga yfir allt, sem þeir geta ekki skilið. Til þess geta legið aðrar forsendur, sem skáldið verður ekki sakað um. Enn er okkur fundið margt til foráttu. Við erum sakaðir um að yrkja um smávægileg efni; taka til meðferðar sundurlaus brot úr reynslu okkar; kveða sí og æ urn „ástarsting og kvennafar“; birta eigin hugrenningar, sem oft séu hvorki djúþtækar né merkilegar; og byggja okkar eiginn lmg- myndaheim og lýsa honum með dulmáli. Mér kemur ekki til hugar að bera af okkur þessar aðdróttanir. En

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.