Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 54

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 54
inn og sýni okkur ytra borð hans, þarsem skáldverkið fer inní atburðinn, verður sjálfur atburðurinn. Við fáum vitneskju um atburðinn í frásögn, en lifum hann í skáldverki. Ég hef ekkert nærtækt dæmi í íslenzkum bókmenntum sem skýri þetta jafnljóslega og tvær ritsmíðar eftir bandaríska skáldið og blaða- manninn Stephen Crane. Hann skrifaði frægustu smásögu sína „The Open Boat“ um sjóslys undan ströndum Ameríku, sem hann iii'ði sjálfur. Sagan er listaverk; hún sýnir okkur inní hugarheim nokkurra manna sem komust af og stríð þeirra við sjálfa sig og höfuðskepnurnar áður en þeir ná landi. Hún felur í sér djúpa revnslu og margræða merkingu. Lesand- inn verður sjálfur þátttakandi í atburðinum. En Crane samdi líka blaðagrein um þennan viðburð, ljósa og vel skrifaða frásögn af slysinu, tildrögum þess og afleiðingum. Þegar greinin er borin saman við söguna kemur í Ijós hver er hinn eiginlegi munur á frásögn og skáldverki. Eg hef fjölyrt um þetta efni vegna þess að hér er um að ræða eitt veigamesta atriði í mati á skáldskap og frumskilyrði þess að menn geri sér ljóst hvað fyrir höfundum skáldverka vakir. Að vísu verð ég að játa, að ég íinn ekki þetta sjálfstæða líf og fersku reynslu í nándarnærri öllum þeim verkum sem til skáldskapar eru talin á Islandi. Mikið af íslenzkum ljóðum má fremur i'lokka undir frásagnir en skáldskap að mínu viti, t. d. megnið af epískum kvæðum okkar sem eru ærið umfangsmikil. Sama máli gegnir um ýmsar svonefndar skáldsögur þarsem maður finnur ekkert nema „söguna“, hina ytri atburðarás, sem í skáldverki er aðeins ein hlið margræðs veruleiks. Ef ég ætti að nefna nýja íslenzka bók sem hefur í sér fólgið hið margræða líf skáldverksins, yrði „Brekkukotsannáll“ fyrst fyrir valinu, endaþótt þetta verk sé fljótt á litið fremur lauslega byggt. En þegar það hefur verið lesið til enda, er lesandinn ferskri og óvenju- legri reynslu ríkari. Verkið lifir í senn á íleiri en einu plani, býr yfir þessu sérkennilega margræði skáldskaparins og heldur áfram að lifa í lesand- anum, þegar hann hefur lagt frá sér bókina. Þetta sama má segja um verk einsog „Njálu“ og „Eglu“, en því er ekki til að dreifa um „Eyrbyggju“. íslenzkir skáldsagnahöfundar mega sér að skaðlausu gefa þessu atriði meiri gaum. Þá kynnunr við að eign- ast fleiri verk þarsem atburðarásin er einungis ytra borð margslnngins lífs sem eykur við lífsreynslu lesandans. Menn lesa ekki skáldverk til að drepa tímann, heldur til að auðgast að reynslu. Það er í slíkum verkum sem glíman við tjáninguna getur orðið eld- raun. Skáldið verður ekki aðeins að finna þau orð, sem rekja hina ytri atburði, heldur verður svo að segja hvert orð að vísa til þeirrar margræðu merkingar sem liggur bakvið „söguna“. Hér er um að ræða samskonar vandamál og ljóðskáldið glímir við í sköpun líkinga og táknmáls. Ég býst við að eitthvað þessu líkt hafi vakað fyrir Halldóri Laxness þegar hann lýsir því í einhverri ritgerð hvernig ein síða eða jafnvel ein máls- grein geti firrt hann svefni nótt eftir nótt, og kannski sendi hann svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.