Félagsbréf - 01.01.1958, Page 51

Félagsbréf - 01.01.1958, Page 51
FELAGSBREF 41 Dylan Thomas fæddist í Wales árið 1914 og ólst þar upp. Að námi loknu var hann blaðamaður í eitt ár, en vann upp frá því fyrir sér með þeim störfum, sem til féllu. Hann las oft í brezka útvarpið og samdi mörg kvikmyndahandrit. Tvítugur gaf Thomas út fyrstu ljóðabók sína, „18 Poems“ (1934); síðan kom „25 Poems“ (1936), þá „The Map of Love“ (1939), en flest kvæðin í þessum bókum voru gefin út 1939 undir nafninu „The World I Breathe“. Thomas hefur verið mjög afkastamikið ljóðskáld og margar ljóðabækur birzt eftir hann í stríðinu og upp úr því. Við fyrsta tillit eru verk Dylans Thomas ekki aðeins ótamin, heldur beinlínis villimannleg. Ljóðlínur hans eru hlaðnar sterk- um orðum, hrópum, skrækjum, já stundum ærandi hávaða: mað- ur á stundum bágt með að sjá samræmið. En ljóð hans eru samt engan veginn formlaus, þegar betur er að gætt. Þau eru að vísu ekki fjötruð í hefðbundin form, en hafa form eigi að síður, form sem ákvarðast af þeim kenndum, sem skáldið er að tjá. Tákn hans eru djörf og margbrotin — hann hefur lært mikið af Hopkins og Hart Crane — og kvæði hans ólga af frumstæðum lífskrafti, sem er í ætt við gróðurmagn sjálfrar náttúrunnar. Stephen Spender hefur sagt um Thomas, að hann væri „skáld gagntekið af orðum, málsnillingur; hugur hans er fullur af berg- málum frá fríkirkjulegu uppeldi hans í Wales og frá reynslu bernskuáranna, sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Ljóð hans hafa eitthvað af frumstæðum eiginleikum keltneskra kvæða- manna, en jafnframt eru þau þrungin vitneskju um uppgötv- anir nútíma-sálarfræði. En áhrif þeirra eru fyrst og fremst fólgin í orðgnótt hans og hæfileikanum til að yrkja í frjálsum en eigi að síður mögnuðum háttum“. Ljóð hans eru í senn ruglandi og sannfærandi. Þau eru full af táknum martraðarinnar, ofsans, kynóranna, þjáningarinnar og fæðingarhríðanna. Það er engu líkara en hann sameinist nátt- úruöflunum í kvæðum sínum: — „the force that through the green fuse drives the flower drives my giæen age; that blasts the roots of trees is my destroyer". Fá ljóðskáld hafa kafað dýpra í sjálf manneskjunnar en Dylan

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.