Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 51

Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 51
FELAGSBREF 41 Dylan Thomas fæddist í Wales árið 1914 og ólst þar upp. Að námi loknu var hann blaðamaður í eitt ár, en vann upp frá því fyrir sér með þeim störfum, sem til féllu. Hann las oft í brezka útvarpið og samdi mörg kvikmyndahandrit. Tvítugur gaf Thomas út fyrstu ljóðabók sína, „18 Poems“ (1934); síðan kom „25 Poems“ (1936), þá „The Map of Love“ (1939), en flest kvæðin í þessum bókum voru gefin út 1939 undir nafninu „The World I Breathe“. Thomas hefur verið mjög afkastamikið ljóðskáld og margar ljóðabækur birzt eftir hann í stríðinu og upp úr því. Við fyrsta tillit eru verk Dylans Thomas ekki aðeins ótamin, heldur beinlínis villimannleg. Ljóðlínur hans eru hlaðnar sterk- um orðum, hrópum, skrækjum, já stundum ærandi hávaða: mað- ur á stundum bágt með að sjá samræmið. En ljóð hans eru samt engan veginn formlaus, þegar betur er að gætt. Þau eru að vísu ekki fjötruð í hefðbundin form, en hafa form eigi að síður, form sem ákvarðast af þeim kenndum, sem skáldið er að tjá. Tákn hans eru djörf og margbrotin — hann hefur lært mikið af Hopkins og Hart Crane — og kvæði hans ólga af frumstæðum lífskrafti, sem er í ætt við gróðurmagn sjálfrar náttúrunnar. Stephen Spender hefur sagt um Thomas, að hann væri „skáld gagntekið af orðum, málsnillingur; hugur hans er fullur af berg- málum frá fríkirkjulegu uppeldi hans í Wales og frá reynslu bernskuáranna, sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Ljóð hans hafa eitthvað af frumstæðum eiginleikum keltneskra kvæða- manna, en jafnframt eru þau þrungin vitneskju um uppgötv- anir nútíma-sálarfræði. En áhrif þeirra eru fyrst og fremst fólgin í orðgnótt hans og hæfileikanum til að yrkja í frjálsum en eigi að síður mögnuðum háttum“. Ljóð hans eru í senn ruglandi og sannfærandi. Þau eru full af táknum martraðarinnar, ofsans, kynóranna, þjáningarinnar og fæðingarhríðanna. Það er engu líkara en hann sameinist nátt- úruöflunum í kvæðum sínum: — „the force that through the green fuse drives the flower drives my giæen age; that blasts the roots of trees is my destroyer". Fá ljóðskáld hafa kafað dýpra í sjálf manneskjunnar en Dylan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.