Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 12
10 SVEITARSTJÖRNARMÁL bands ísl. sveitarfélaga þann tíma, sem liðinn er frá því síðasta landsþing var háð, en það var, eins og fulltrúarnir muna, háð í Reykjavík dagana 13.—16. október 1946. Að þinginu loknu skipti stjórnin með sér verkum, eins og fyrir er mælt í lögum sambandsins. Var Björn Jóhannesson kjörinn varaform., Jóhann Hafstein ritari, Klemens Jónsson féhirðir, Björn Finnbogason aðstoðarféhirðir. Engar breytingar hafa orðið á stjórninni á tímabilinu. Stjórnin hefur haldið áfram tilraunum sinum til þess að reyna að fá sveitarfélögin til að gerast meðlimir sambandsins, og verður að segja, að ekki hafa þær tilraunir borið þann árangur, sem æskilegt hefði verið. í lok síðasta þings voru 76 sveitarfélög í sambandinu, en á timabilinu síðan hafa 27 sveitarfélög gengið í sambandið og eru þvi nú 103 sveitarfélög samtals í sam- bandinu. Hin nýju sveitarfélög eru: Lundarreykjadalshr., Borgarfjarðars. Andakílshreppur, Borgarfjarðars. Saurbæjarhreppur, Dalasýslu. Rauðasandshreppur, V. Barðastrandars. Tálknafjarðarhr., V.-Barðastrandars. ögurhreppur, N.-lsafjarðars. Árneshreppur, Strandas. öngulstaðahreppur, Eyjafjarðars. Grýtubakkahreppur, S.-Þingevjars. Reykjahreppur, S. Þingeyjars. Skútustaðahreppur, S.-í'ingej'-jars. öxarfjarðarhreppur, N.-Þingeyjars. Svalbarðshreppur, N.-Þingeyjars. Sauðaneshreppur, N.-Þingeyjars. Þórshafnarhreppur, N.-Þingeyjars. Skeggjastaðahreppur, N.-Þingeyjars. Vopnafjarðarhreppur, N.-Múlas. Helgustaðahreppur, S.-Múlasýslu. Norðfjarðarhreppur, S.-Múlas. Hafnarhreppur, A.-Skaftafellss. Bæjarhreppur, A.-Skaftafellss. Hvammshreppur, V.-Skaftafellss. Ásahreppur, Rangárvallas. Rangárvallahreppur, Rangárvallas. Villingaholtshreppur, Árnessýslu. Selfosshreppur, Arness. Seyðisfjarðarkaupstaður. Er þá svo komið að allir kaupstáSir landsins eru komnir í sambandið og flest öll kauptúnin, en ennþá vantar meira en helming hreppsfélaga þeirra, sem ekki eru kauptún. Á síðasta þingi var stjórninni veitt heim- ild til að ráða mann eða menn til úbreiðslu- starfsins, en ennþá hefir það ekki verið gert og er höfuðástæðan fyrir því einfald- lega sú, að um engan mann hefir verið að ræða til þess starfs þrátt fyrir nokkrar tilraunir til að útvega hann, og mun tæp- ast verða um það að ræða fyrr en sam- bandið hefir á að skipa starfsmanni, sem getur tekið það verk að sér með öðrum nauðsynlegum störfum, sem inna þarf af hendi fyrir sambandið. Verður nánar vikið að því máli þegar rætt verður um fram- tíðarstarfsemi sambandsins hér á þinginu. Á siðasta þingi var samþykkt tillaga eða yfirlýsing um samkomutíma lands- þinganna og var þar ákveðið, að sam- komutími þeirra skyldi venjulega vera i júnimánuði. Þessu ákvæði var ekki hægt að framfylgja að þessu sinni vegna þess, að formaður sambandsins var erlendis í erindum rikisstjórnarinnar frá 14. júní til 15. júlí og varð því að flytja þingið til þessa tíma, þvi að ekki þótti fært að fresta því til hausts. Þessi tími er að sjálfsögðu mjög óheppilegur fyrir fulltrúa úr lands- hreppunum, en fyrir erlenda gesti svo og fulltrúa úr kauptúmnn og kaupstöðum, er þessi tími hinn ákjósanlegasti. Um aðra starfsemi sambandsstjórnar vil ég taka fram eftirfarandi: 1. tJtsvarslögin. Á síðasta þingi varð ekki samkomulag um neinar ákveðnar tillögur i útsvars- málunum, en samþykkt að fela stjórninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.