Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 44
42 SVEITARSTJÓRNARMÁL aukum, sem gildi höfðu hverju sinni, og liafa þannig smám saman orðið til margar lagaskrár í einkaeign ósamhljóða í ýmsum greinum. Má ráða þetta af ákvæðum lag- anna um lögmálsþrætur, sem og það, að biskupum hafi verið gert að skyldu að halda lagaskrár. Þessi ákvæði mæla svo fyrir, ef lagaskrár skilur á og Hafliða- skrá sker ekki úr um lagastað, að þá skuli „þat hafa, er stendr á skrám þeim, er byskupar eigu.“ Af þessum fornu laga- skrám hafa aðeins tvær varðveitzt nokkurn veginn heilar, Konungsbók og Staðarhóls- bók. Hitt eru allt brot. Eru þær báðar tald- ar ritaðar um eða eftir miðja 13. öld. Þessi fornu lagahandrit eru nefnd einu nafni Grágás. Ekki stendur það nafn þó í forn- um ritum, en kemur fyrst fyrir í úttektar- gjörð Skálholtsstaðar 1548 eftir lát Giz- urar biskups Einarssonar. Upprunalega er þetta nafn notað um norska lögbók, en var fyrir einhvern misskilning tengt við íslenzk fornlög. Um aldur einstakra laga- þátta og ákvæða í Grágás er vitneskja vor mjög í molum, en það er þó vafalaust, að þar er að greina sundur mörg og ólík aldursstig bæði að stofni og gerð. Telja réttarsögufræðingar af ýmsum rökum, m. a. málsögulegum, að aðalþættir Grágásar geti ekki verið yngri en frá miðri 12. öld, ýmis ákvæði mun eldri og sum jafnvel óbreytt frá því sem var í Ulfljótslögum (Baugatal). — 1 erindi mínu mun ég fyrst gera grein fyrir höfuðþáttum hins forna framfærslu- og sveitarsljórnarskipu- lags samkvæmt ákvæðum fornra laga í Grágás, en síðar víkja að því, hvað ætla má um aldur þessarar löggjafar og upp- runa hennar. Hef ég að sjálfsögðu jafn- framt stuðzt við rit þeirra fræðimanna, sem ritað hafa um norræna réttarsögu, en af þeim hafa aðallega fimm fjallað um þetta efni: Konráð Maurer, Vilhjálmur Finsen, Valtýr Guðmundsson, Einar Arn- qrsson og Ölafur Lárusson. ÍL Vegna sveitarstjórnarinnar var landinu skipt í hreppa (löghreppa). Var hreppa- skiptingin óháð hinni stjórnarfarslegu skiptingu landsins í fjórðunga, þing og goðorð. Hreppaskiptingin var bundin við ákveðin landsvæði eftir byggðarlögum, þannig að hver hreppur hafði sín staðar- takmörk, gagnstætt því sem var um þing og goðorð. I löghrepp hverjum skyldu vera 20 bændur hið fæsta, þeirra sem höfðu full þegnréttindi, voru þingskyldir og áttu þingfararkaupi að gegna, þ. e. voru svo efnum búnir, að þeir áttu kúgildi, net eða bát skuldlaust fyrir hvert skuldahjóna sinna og umfram eyk, þ. e. uxa eða hross, og alla nauðsynlega búshluti, en til skulda- hjóna taldist vinnufólk auk fjölskyldu og ómaga. Lögrétta gat þó veitt leyfi til þess, að hreppur mætti haldast með færri bænd- um, og heimilt var að skipta hreppum í smærri deildir (þriðjunga og fjórðunga) til hagræðis við framkvæmd sveitarmála. íbúar hvers hrepps kölluðust hrepps- menn. Gat það orð í víðtækasta skilningi átt við alla þá, sem heima áttu í hreppn um, en í þrengsta lagaskilningi táknar það aðeins þingskylda bændur, sem einir allra hreppsbúa höfðu full og óskert þegnrétt: indi með tilsvarandi skyldum. Aðrir bænd- ur voru ekki „taldir til hreppatals11, enda áttu engum sveitarskyldum að gegna. Ef menn vildu fara að byggð úr einum hrepp í annan, urðu þeir að öðlast byggðarleyfi hreppsmanna í hinum nýja hrepp. Hins vegar lögðu lög engan farartálma í götu frjálsra manna, er flytjast vildu brott úr hrepp, og bændur þurftu ekki leyfis hreppsmanna til þess að taka sér utan- sveitar vinnufólk. Stjórn hreppsmála var sumpart falin sérstökum þar til kjörnum hreppstjórnar- mönnum, en sumpart var hreppsmálum ráðið til lykta á almennum hreppsfundum eða hreppssamkomum. Mun ég geyma mér að gera grein fyrir stjórnarháttum hreppanna þar til síðar, er ég hef lýst í höfuðdráttum þvi hlutverki, sem hrepparnir fóru með samkvæmt fornri stjórnarskipun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.