Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 52
50 SVEITARSTJÓRNARMÁL taka við tíundarframtölum manna og eið- festingu þeirra. Þá var þeim og einnig falið að hafa eftirlit með þvi, að þessi sveitargjöld væru greidd af höndum til réttra aðilja á réttum tima. Ef sveitargjöld guldust ekki, var þeim skylt að sækja til sektar þá menn, sem gjöldunum héldu, og raunar alla aðra, sem brotlegir urðu um lagaafbrigði í framfærslu- og sveitar- málum, ef sakaraðiljar sjálfir annaðhvort vanræktu að sækja málið eða höfðu ekki rétt til þess, eins og t.d. var um hrepps- ómaga. 1 samræmi við þessi lögreglustörf sín nefndust hreppstjórnarmenn sóknar- menn, og því heiti eru þeir jafnan nefndir í fornum lögum. Hreppstjórnarmenn fengu hlut af sektarfjám í málum öllum, sem þeir sóttu í embættisnafni; um aðra þóknun getur ekki þeim til handa. Hins vegar urðu þeir að greiða öll hin sömu sveitargjöld sem aðrir hreppsmenn og afbrot þeirra í embætti vörðuðu refsingu, ýmist 6 marka útlegð eða fjörbaugsgarð. Hreppstjórnarfyrirkomulagið er merkileg tilraun til valdssameiningar, og má að því leyti hiklaust telja það langþroskuðustu grein fornrar stjórnarskipunar. Reglulegir hreppsfundir voru lögákveðn- ir þrír á ári. Nefndust þeir samkomur eða hreppssamkomur. Skyldi hin fyrsta hreppssamkoma vera á langaföstu, önnur um vor eftir vorþing og hin þriðja á hausti, eigi fyrr en fjórar vikur lifðu sumars og eigi síðar en fyrsta sunnudag í vetri. Allir hreppsbændur voru skyldir að sækja sam- komur annaðhvort sjálfir eða senda hús- karla sína fyrir sig, ella varðaði þeim þriggja marka útlegð. Haustsamkomur hafa þó allir tíundargreiðendur verið skyldir að sækja, griðmenn jafnt sem bændur, af þvi að þar skyldu menn telja fram fé sitt til tíundar. En þó að allir hreppsbændur væru þannig að lögum skyldir til bess að sækja samkomur, höfðu samt þingskyldir bændur einir atkvæðis rétt. Afl atkvæða réð úrslitum um öll ný samkomumál, þ.e. allar nýjar ákvarðanir í framfærslu- og sveitarmálum, en forn- um samkomumálum varð þvi aðeins þok- að eða breytt gömlum sveitarsamþykkt- um, að allir væru á eitt sáttir. Ef sam- komumenn greindi á mn framfærslurétt ómaga, þannig að sumir vildu taka við honum, en aðrir flytja hann á annan hrepp, réðu þeir úrslitum, sem synja vildu. Meðferð ýrnissa sveitarmála var bund- in við ákveðnar hreppssamkomur, eins og ég hef stundum getið um áður. Á langaföstusamkomu t.d. skyldu menn beið ast byggðarleyfis; á vorsamkomu fór fram kosning hreppstjórnarmanna, og þá skyldu þeir bændur, sem höfðu á bæ sín- um bæði eldhús og skála, velja í milli brunatr}'ggingar annars hvors; á haust- samkomu skyldu menn tíunda fé sitt og vinna eið að tíundinni, þá skyldu og hreppstjórnarmenn skipta tíundum og matgjöfum. Með nokkrum slíkum undan- tekningum hafa menn þó getað tekið öll framfærslu- og sveitarmál til með- ferðar á hvaða hreppssamkomu sem var. Þá skyldi og lýsa ýmsum tilkynningum á hreppssamkomum, t.d. skyldu þeir menn. sem fluttust nýir í hrepp, segja til sauð- fjármarks síns (einkunnar) á næstu sam- komu á eftir; á samkomum skyldi segja til óskilafjár, hver tæki við meðférð goð- orðs, ef goði fór af landi burt eða fleiri áttu goðorð saman, o. s. frv. Auk hinna reglulegu hreppsfunda eða samkomna gat hver hreppsbóndi, sem taldi sér ranglega færðan ómaga, stefnt til almenns hreppsfundar um málið. Skyldi hann boða til fundarins með sjö daga fyrirvara og senda út þingboð. þ.e. kross, sem bændur allir voru skyldir að láta berast rétta boðleið um hreppinn. Varðaði öllum þeim sektir, sem felldu niður slíkt fundarboð eða létu undir höfuð leggjast að sækja fundinn. Sérstakir dómstólar skyldu dæma þær sakir, er höfðaðar voru vegna lagaafbrigðo í framfærslu- og sveitarmálum. Nefndust þeir hreppadómar. Voru það sex manna dómar, sem málsaðiljar nefndu menn í að jöfnu eða þrjá hvor. Dómsköp að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.