Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 26
24 SVEITARSTJORNARMÁL Helgi Hannesson var framsögumaður nefndarinnar. Tók hann fram að nefndin teldi æskilegt, að sambandsstjórnin at- hugaði jafnframt því, er um ræðir í til- lögunni, hvort ekki væri rétt að bæði ríki og sveitarfélög gerðu með sér inn- kaupasamband, ef horfið yrði að því að koma upp innkaupastofnun. Hólmsteinn Helgason tók til máls og lýsti sig mótfallinn tillögunni. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillagan var borin undir atkvæði, eins og hún er prentuð undir 17. lið hér að framan. Var hún samþykkt með 22 atkv. gegn 11. 28. Hæli fyrir vandræðafólk. Framsögumaður hælisnefndar, sem fundurinn kaus áður, Ólafur B. Bjömsson, gerði grein fyrir störfum hennar. Hafði nefndin átt tal við forstjóra Trygginga- stofnunar rikisins, Harald Guðmundsson, um ýmislegt máli þessu viðkomandi, að því er snerti Tryggingastofnunina. Þar um upplýsti hann: Lífeyrissjóður Island er nú ca. 30 millj. Afgangur eldri slysatryggingar ca. 6— 7 milljónir. Ráðgert er að ca. helmingur þessarar upphæða samanlagt verði notaðm- sem lánsfé handa bæjar- og hreppsfélögum, til þess að koma upp elliheimilum, vinnu- hælum fyrir öryrkja eða heilsuverndar- stöðvum. Ennfremur sagði framsögumaður að nokkurn veginn væri víst að fljótlega yrði leyst á hagkvæman hátt fávitahælismál þjóðarinnar. Framsögumaður lýsti yfir þvi, að nefndin óskaði eftir því, að Sambands- stjórnin ynni að því við rétta aðila, að Kleppsspítali yrði stækkaður hið allra fyrsta. Að þessu sinni hvað framsögumaður hælisnefndar ekki telja hægt að koma fram með tillögur, er að gagni mættu verða fyrir endanlega lausn þessa mikla nauðsynja- og vandamáls. Nokkrir menn tóku til máls, en engar tillögur komu fram. Formaður Sambandsins brýndi fyrir þeim oddvitum og bæjarstjórum, er ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfum milli- þinganefndar þessa máls, að gera það tafarlaust. 29. Álit og tillögur tímaritsnefndar. Hálfdán Sveinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, hafði framsögu fyrir hönd tíma- ritsnefndar. Lagði hann fram svohljóðandi álit, sem hann gerði munnlega grein fyrir: Álit tímaritsnefndar: 1. Nefndin leggur til, að haldið verði áfram útgáfu „Sveitarstjómarmála“ með sama hætti og undanfarið. Það er, að út komi eitt hefti ársfjórðungs- lega í sama broti og stærð og verið hefir. Nefndin leggur áherzlu á, að ritið komi út reglulega. 2. Stjórn Sambandsins sé falið, að sjá um útgáfu ritsins og ráða útgáfustjóm og ritstjóra. 3. Nefndin telur æskilegt, að skrifstofu- stjóri Sambandsins verði jafnframt rit- stjóri tímaritsins. 4. Nefndin hefir kynnt sér fjárhags- áætlun þá, er fram hefir verið lögð snertandi timaritið og getur fyrir sitt leyti fallizt á hana. 3. Nefndin leggur til, að þingið samþ. eindregna áskorun til allra sveitar- stjórna að kaupa ritið handa öllum sveitar- og bæjarstjórnarmönnum og vinna að öðm leyti að útbreiðslu þess eftir megni. Bjami Guðmundsson. Hálfdán Sveinsson. Eiður Albertsson. Magnús Þ. Öfjörð. Sig. Bjömsson. Steindór Steindórsson. Ingólfur Hallgrímsson. Tillögur timaritsnefndar, sem felast í álitinu, voru bornar undir atkvæði og sam- þykktar í einu hljóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.