Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 48

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 48
4.6 SVEITARSTJÓRNARMÁL mat eða kvikfé, öllu nema hrossum, enda var hrossakjötsát óheimilt að fornum lög- um eftir kristnitöku. Þurfamannatíund skyldi goldin fyrir Marteinsmessu (11. nóv.), en ef þá var ógoldin, var það tí- undarhald og varðaði sex marka sekt; átti þurfamaður sjálfur þá sök eða hrepp- stjórnarmaður sá, sem tíund skipti á hend- ur honum. Ef greiðslan dróst allan vetur- inn og var ekki fram komin, þegar fjórar vikur voru af sumri, gat þurfamaðurinn neitað að taka við tíund sinni nema í vaðmálum, og drægist greiðslan enn leng- ur, svo að stefna yrði um tíundarhaldið, var skylt að gjalda tiundina tvennum gjöldum. Matgjafir til þurfamanna stóðu í sam- bandi við föstuhaldið, sem að vísu var trúarlegur siður, en þó um leið svo veru- leg sparnaðarráðstöfun fyrir bændur, að sanngjarnt hefur þótt, að fátæklingar nytu þar af nokkurs góðs. Var hver þingskyldur bóndi skyldur að gefa þurfamönnum þrisvar á ári náttverð heimilismanna sinna, þeirra allra sem skyldir voru til lög- föstu. Var áskilið, að þetta mætti ekki vera fiskanáttverður, heldur annar betri matur. Um úthlutun matgjafa fór eftir sömu regl- um sem um þurfamannatíund, og sömu aðiljar gátu sótt bændur til skaðabóta með lögsókn, ef þeir tregðuðust við að inna þær af höndum (matgjöld). Tíund og matgjafir voru hvort tveggja fastur tekjustofn, sem hrepparnir réðu yfir til úthlutunar meðal þurfamanna. öðru máli gegndi um þurfamannahlut- inn, þ. e. þær greiðslur, sem kirkjan af- salaði sér til þurfamanna fyrir ýmsar tilslakanir frá settum lagaboðum um kristnihald og þá einkum helgidagahald. Þar var um að ræða óvissar tekjur, sem nú eru svo kallaðar, en munu samt oft hafa dropið drjúgt. Þurfamannahlut átti t. d. að greiða af öllum helgidagaveið- um, fugla- sem fiskveiðum, og var hann fimmti hluti veiðarinnar. Af rekatrjám, sem bjargað var á helgum dögum, skyldu þurfamenn einnig fá fimmta hluta. Ef svo bar til á helgum degi, að bjarga þyrfti skipi eða vörum undan sjó, átti í staðinn að greiða þurfamönnum alin vaðmáls eða ullarreyfi. Þá skyldu þurfamenn einnig fá fimmta hluta af sjálfdauðu kvikfé, ef skorið var til matar, sem og af kálfum, ef skornir voru innan þriggja nátta frá burði. Þeir, sem brutu lög á þurfamönnum í þessum efnum, urðu sóttir til sektar af hverjum sem vildi. Auk þessara föstu og óvissu tillaga, sem þurfamenn hlutu, var þeim ívilnað á ýms- an hátt umfram aðra menn, sem betur voru megandi. Þurfamönnum með mikla ómegð var t.d. leyft að róa til fiskjar á helgum dögum, er öðrum var það óheim- ilt, og þeir máttu setja upp hærra kaup en aðrir fyrir vinnu sína. Hér verður jafnframt að geta annarrar starfsemi kirkjunnar í þágu fátæklinga almennt. Þannig kom kirkjan þvi til vegar, að allar þær gjafir, sem menn gáfu fá- tæklingum ótilkvaddir og af frjálsum vilja, voru taldar sálugjafir og gefnar fyrir guðs sakir. Eru þess fjölmörg dæmi úr kirkju- máldögum, að gefa skyldi fátækum mönn um mjólk úr kúm, sem kirkjum voru gefnar, eða mat og klæði af kirknafjám. Tíund hina meiri mátti og leggja til fá- tækra manna í guðs þakka skyni. Eru það- an komin kristbú og kristfjárjarðir, sem svo nefnast og jafnan fylgdi að kvöð fram- færsla eins eða fleiri ómaga. IV. Ég hef nú gert nokkra grein fyrir fornri skipun á framfærslu ómaga og þurfa- manna, og verður þá næst fyrir að lýsa þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru til varnar gegn sveitarþyngslum. Vegna framfærsluskyldunnar áttu hreppsbúar mikið í húfi um allan inn- flutning nýrra manna i hreppinn. Þvi til tryggingar, að ekki hlytust aukin sveit- arþyngsli af innflutningi nýrra manna, var hreppsbúum veitt um það úrskurðar vald sjálfum, hvaða menn tækju sér ból- festu í hrepp þeirra. Að þessu lutu ákvæði

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.