Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 33
SVEITARSTJ ÖRNARMÁL 31 miklum blóma. Þetta varð þó ekki, heldur mótaðist hin stjórnmálalega framrás í Ev- rópulöndum í lok miðaldanna af eins konar þjóðernislegum Cesarisma. Hver léns- konungurinn af öðrum gerðist einvaldur, eða eins konar þjóðlegur Cesar, hver í sínu landi. Og á dögum þessara einveldiskon- unga og arftaka þeirra nú á dögum, var byggðasjálfstæði miðaldanna nær því alveg troðið niður, og hefir átt litlu gengi að fagna í Evrópu lengi síðan. Frelsi í Eitt er það land i miðri milunum Evr°Pu> Þar sem frelsishugsjón ' ’ miðaldanna hefir átt griðland allt til vorra daga. Það er fjallalandið Sviss. Hinir himingnæfandi tindar Alpafjallanna hafa staðið vörð um frelsið, og veitt skjól mannréttindum og byggðasjálfstæði frá ómunatíð. Svissneska lýðveldið er lifandi sönnun þess, að raunverulegt byggðasjálf- stæði er fyllilega samrýmanlegt hæfilega sterkri sameinandi yfirstjórn. Svisslend- ingar báru sigur af hólmi i aldalangri bar- áttu sinni við Habsborgaraættina og arf- taka hennar, og hafa varðveitt allt frá mið- öldum þá byggðasjálfstjórn, sem nú á dög- um er grundvöllur þeirrar stjórnskipunar sem ef til vill er hin bezta i veröldinni. Einveldi, kapiíalismi, sósíalismi. unganna og Framrás hinnar stjórnmála- legu samhyggju hefir nú stað- ið i meira en þrjár aldir. Fyrst er þar tímabil einveldiskon- __e______ _D hinnar landsföðurlegu for- sjónar, þá timabil kapítalismans og hinnar lýðræðislegu þingstjórnar og nú síðast tímabil sósíalismans og þeirra miðhverfu (centraliseruðu) stjórnarhátta, semhonum eru samfara og stundum nálgast einræði i ýmsum myndum. Sögu þessarar félags- legu framvindu yrði of langt mál að rekja hér, en án þess að fullyrða of mikið má óhætt segja, að samhyggjan er nú á dögum komin út i engu minni öfgar, en sérhyggj- an lenti i þegar hún náði sínu hámarki á miðöldunum. Einstaklingurinn er naum- ast orðinn annað en viljalítið hjól i hinni miklu mannfélagsvél. Hinar félagslegu byrðar verða sífellt þyngri og þyngri, og farið er þegar að bera á alvarlegri félags- þreytu. Þegar svo er komið, kann að vera skemmra að bíða stórra tíðinda, en flestir ætla. Gefa verður gaum að þvi, að allt gengur nú með meiri hraða en áður og eitt af því, sem hvað mest hefir flýtt fyrir þessari þróun og reynt meira en flest ann- að á félagslegt þanþol einstaklinganna, er hin stórvirka en um leið ófullkomna tækni nútímans, sem er svo þung í vöfum, að hagnýting hennar krefst geysimikilla félagsfórna af hálfu einstaklinganna. Þetta skipulag ber líka dauðann i sér af öðrum ástæðum. Líkt og miðaldahöfðingjar léku lausum hala og skömmtuðu sér sjálfir, hver eftir sínu bolmagni, réttindi og völd, leika núorðið hinar ýmsu stéttir mannfé- lagsins lausum hala, undir forustu svo- kallaðra stéttarsamtaka, og skammta sér sjálfar fé og fríðindi úr hinum sameigin- lega félagssjóði mannfélagslegra verðmæta. En ekkert mannfélag getur staðizt til lengdar, ef það hefir ekki bolmagn til þess sjálft að skammta einstaklingum sinxrm og hagsmunahópum réttindi, og ákveða þeim skyldur. ísland undir merki sam- hyggjunnar. Hér á landi hófst þessi fé- lagslega framvinda á vegum samhyggjunnar miklu seinna en í Evrópu. Þessi félagsframvinda hefir þó orðið furðulega hröð hér á landi einkum siðustu áratugina. Má með miklum rétti segja að hún sé nú að ýmsu leyti lengra á veg komin en í ná- grannalöndunum í austri. Þessu sjónar- miði til stuðnings skal bent á eftirfarandi staðreyndir: 1. Innflutningur alls konar varnings og hráefna er nú orðinn íslenzku þjóðinni lífsnauðsyn og hún svo háð erlendum mörkuðum f}rrir framleiðsluvörur sínar, að engin önnur bjóð í veröldinni er svo á vegi stödd. 2. Alls konar íhlutun og afskipti ríkis- valdsins af öllum sköpuðum hlutum þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.