Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 54
52 SVF.ITARSTJÓRNARMÁL Vill Ljótr því láta heita at gefa til hofs, en bera út börn ok drepa gamalmenni." 1 Svaðaþætti og Arnórs kerlingarnefs get- ur einnig þessa sama hallæris (Björn Sig- fússon). Er þar í frásögur fært, að mikils háttar bóndi einn skagfirzkur, Svaði á Svaðastöðum, hafi kallað saman marga fá- tæka menn, látið þá gera eina mikla gröf og djúpa og síðan tilkynnt þeim, að þá skyldi alla drepa og jarða í þeirri miklu gröf, sem þeir hefðu þar sjálfir gert. Jal'n- framt er frá því sagt, að þá hafi verið dæmt á samkomu af héraðsmönnum í Skagafirði, að „fyrir sakir hallæris ok svá mikils sultar, sem á lá, var lofat at gefa upp fátæka menn gamla ok veita enga hjálp, svá þeim er lama váru eða at nökkuru vanheilir, ok eigi skyldi her- bergja þá.“ Að því er Island varðar, virðast þessar frásagnir frekast benda til lögskipaðrar framfærsluskyldu, en það verður þó að teljast vafasamt, að hve miklu leyti þessar sagnir hafa að geyma raunverulegar sögu- minjar. Um það er hins vegar óyggjandi vitnisburður í fornlögum Noregs, að gömul hjú og óverkfær voru látin deyja drottni sínum. Þar segir svo um leysingja og leysingju, er gifzt höfðu og gert frelsis- öl sitt, að „ef þau verða at þrotum, þá eru þat grafgangsmenn, skal grafa gröf i kirkjugarði ok setja þau þar í ok láta þar deyja.“ Ákvæði þetta er í Gulaþings- lögum, sem eru frá kristnum timum. Er þess sízt að vænta, að heiðinn siður væri mildari í þessum efnum. Þá eru og einn- ig fullar heimildir fyrir því, að barnaút- burður var leyfilegur í heiðnum sið bæði hér á landi og i Noregi. Sú ályktun verður þó ekki dregin af þessum dæmum, að framfærsluskylda hafi engin verið með norrænum og ger- mönskum bjóðum í heiðni. Vitneskja sú, sem vér höfum í því efni, er óvefengjan- leg um bað. að einhvers konar ættarfram- færsla hefur með þeim tíðkazt, enda er í beinum tengslum við erfðarétt og fjárvörzlu ungra manna. Samkvæmt fornlögum Noregs hvíldi þannig fram- færsluskylda á ættinni og á húsbónda gagnvart hjúum sínum. 1 þessu sambandi er hin skarpa aðgreining fornrar ís- lenzkrar framfærslulöggjafar á ómögum og þurfamönnum mjög eftirtektarverð. Virðist sú aðgreining bera glöggt vitni tveimur aldurslögum í þessari löggjöf, ö3ru heiSnu og hinu kristnu. Þurfamanna- „styrkurinn" var algjörlega af kristnum toga spunninn, sumpart greiddur af tíund í þágu kirkjunnar og sumpart með gjöfum og ivilnunum i sambandi við föstu- og helgidagahald. Ómagarnir nutu einskis af þessu. Framfærsla þeirra var alls óháð kirkjulegum ráðstöfunum. Væri þessi tví- skipting hrein ráðgáta, ef forn fram- færslulöggjöf væri að stofni orðin til fyrir frumkvæði kirkjunnar, og þá það ekki síður, að kirkjunni var ekki falin fram- kvæmd bessara mála hér á landi, eins og varð í öllum öðrum löndum. Skýringm getur varla verið önnur en sú, að fast skipulag hafi hér verið komið á ómaga- framfærsluna þegar í heiðni, en þá var þess ekki heldur að vænta, að kirkjan gæti eða vildi raska við þeim grundvelli. Ýmis einstök ákvæði fornrar fram- færslu- og sveitarstjórnarlöggjafar styðja auk þess að þeirri niðurstöðu, að hún sé upp runnin í heiðni og þá sennilega til orðin, þegar íslenzkt þjóðriki var stofnað árið 930. Um svipað leyti er t.d. talað um byggðarleyfi í Vatnsdælu. Að vísu kann að vera valt að leggja mjög mikið upp úr þeim stað, því að héraðshöfðingjar tóku sér jafnan það vald að reka brott þá menn, sem þeir töldu til óþrifa í hér- aði, en samkvæmt eðli þess máls er að vænta, að slíkt ákvæði væri snemma í lög tekið. Þá er það atriði mikilvægt, að ákvæði brunatrygginganna eru miðuð við húsafiölda miðrar 10. aldar, þegar skálar eða sérstök svefnhús voru enn sjaldgæf hér á landi og sofið var í eldhúsinu (Valtýr Guðmundsson). Loks bendir flest til þess, að sum af hinum hörðu ákvæðum fornra laga um göngumenn stafi frá heiðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.