Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 37
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 35 hún mætir líka velvild margra viturra og góðgjarnra manna í höfuðstaðnum, sem sjá að núverandi félagsþróun hér á landi stefnir ekki að heilbrigðu þjóðlífi. Flestar tillögur sem fram hafa komið um þetta mál hníga að því, að landinu verði skipt i 4 sjálfstjórnarsvæði, og þá stuðst í stórum dráttum við hin fornu f jórð- ungamörk, en vegna þess hve mikill f jöldi landsmanna á nú orðið heima í höfuðstað landsins, virðist mörgmn sjálfsagt, að höf- uðborgin verði sjálfstjórnarsvæði fyrir sig, og þá hið fimmta í landinu. Á fjórðungs- þingi Austfirðinga í september 1947 voru gerðar samþykktir varðandi þessa skipt- ingu, og skal ég ekki fjölyrða um þær, því þær munu flestum kunnar. Auðvitað er það mikið álitamál hvernig heppilegast sé að skipta landinu í fjórðunga eða fylki, en það hvernig sú skipting verður, er auð- vitað ekkert aðalatriði, þó að mikilvægt sé að sú skipting verði sem eðhlegust. Hitt er að sjálfsögðu miklu þýðingarmeira, hve mikið sjálfstæði á að skammta þessum nýju félagsheildum, og hvernig komið verði á eðlilegu jafnvægi á milli þeirra annars vegar og hins sameiginlega rikis- valds hins vegar. Mér virðist að hin grundvallandi regla mætti vera sú, að veita hinum nýju félagsheildum mögu- leika og uppörvun til vaxandi sjálfstjórnar, undir þróttmikilli en ekki um of afskipta- samri sameiginlegri ríkisstjórn. Þetta er nú bara almennt sjónarmið, sem lítill vandi er að setja fram. Meiri vandi er að ákveða markalinuna á milli valdsviðs landshlut- anna og valdsviðs rikisins. Slik markalina verður auðvitað ekki dregin í eitt skipti fyrir öll; hún verður að vera hreyfanleg, og að sjálfsögðu verður það hlutverk Al- þingis, að draga hana á hverjum tíma eftir þvi sem aðstæður og þarfir krefja. Fram- hjá því verður þó ekki komizt, að einhver málefnisleg landamæri verður þarna að setja í hyrjun. Ákvæði um það er varla hægt að setja í stjórnarskrána nema þá í allra stærstu dráttmn, en verður að gerast smátt og smátt með lögum frá Alþingi. Vert er að minnast þess í þessu sambandi, að málefnaleg takmörk á milli sveitar- stjórnar og rikisstjórnar eru nú ekki sér- lega glögg hér á landi, og vegna yfirgangs ríkisvaldsins í skatta- og tollamálum, hefir valdsvið hins fésterka ríkis sífellt aukizt á kostnað sveitarstjórnanna, sem flestar eru févana. Sérmálin. Hu&myndir manna um það hver mál skuii vera séimál hinna nýju félagsheilda, eru af skiljan- legum ástæðum mjög á reiki, því lítið hefir enn verið um það rætt eða ritað opin- berlega. Á landsþingi Samb. sveitarfélag- anna 1946 voru lagðar fram tillögur um þó nokkuð víðtækt verksvið fyrir væntan- lega fjórðunga eða fylki. Þær hafa ekki enn komið til atkvæða á fundum sam- bandsins. Vil ég nú leyfa mér að fara nokkrum orðum um þetta atriði. 1. Fjármálin. Þýðingarmesta sérmál hinna nýju félagsheilda verða fjármál þeirra. Það er höfuðnauðsyn, að þær verði gerðar nægiiega fjársterkar til þess að leysa sómasamlega af hendi þau félags- legu verkefni, sem þeim verða fengin í hendur. Að öðrum kosti mun sú saga end- urtaka sig, að ríkisvaldið leggur undir sig verksvið þeirra, eins og það hefir svo mjög gert gagnvart sýslu- og sveitarfélögum, af því að ríkisvaldið hefir ekki tímt að sjá þeim fyrir hæfilegum tekjustofmnn, held- ur viljað sitja að þeim sjálft, en ætlað sveitarfélögunmn að bjargast á aukaútsvör- um á gjaldþegna sína, en þau eru einn óvinsælasti tekjustofn hér á landi. Um tvær höfuðleiðir er að ræða til þess að afla fjórðungs- eða fylkisstjórnum tekna: a. Ríkið sleppi tilkalli til nokkurra þeirra tekjustofna er það nú hagnýtir og láta þá fjórðungsstjórnumnn eftir. b. Tolla- og skattamál og einkasölurnar yrðu eftir sem áður í höndum Alþingis og ríkisstjórnar, en fjórðungarnir fá hlut- deild í ríkistekjunum eftir þörfum og í samræmi við þau hlutverk, sem þeim er ætlað að inna af hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.