Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 46
44 S VEITARSTJÖRNARMÁL á hreppinn, en ella hin stærri framfærslu- umdæmi. Nefndust og slíkir ómagar sam- kvæmt þvi hreppsómagar, þingsómagar, fjórðungsómagar og landsómagar. Hrepparnir skyldu færa fram þá ómaga, sem áttu sér innan hrepps vistfastan ætt- ingja eigi fjarskyldari en næsta bræðra, þ.e. þremenning, þó með því skilyrði, að hann ætti sér og sínum tveggja missera björg eða mætti vinna sér mat, enda hefði og fjárforræði. Þá tóku og hrepparnir að sinum hluta þátt í framfærslu þeirra ó- maga, sem hin stærri framfærsluumdæmi áttu að annast. Þingin eða þingsóknimar skyldu færa fram ómaga beirra manna, sem dæmdir höfðu verið á vorþingi sekir fjörbaugs- menn eða skógarmenn, þ.e. dæmdir af landi brott um þrjú ár eða gerðir rækir úr þjóðfélaginu, óalandi, óferjandi og óráð- andi öll bjargráð. Voru þetta þyngstu refsingar að fornum lögum. Fjórðungarn- ir skyldu að sínu leyti færa fram ómaga þeirra manna. sem sekir urðu í fjórðungs- dómi. f samræmi við þetta voru ómagar þinga og fjórðunga nefndir sektarómagar. En auk sektarómaga sinna bar fjórðung- unum einnig fram að færa þá ómaga, sem enga áttu frændur hér á landi, og hvildi framfærsluskyldan á þeim fjórðungi, þar sem þeir urðu þrotráða. Þegar ekkert þessara framfærsluskil- yrða var fyrir hendi og ómagi gat hvorki hlotið framfærslu hjá ættingjum sinum, hrepp þeirra, þingsókn né fjórðungi, féll framfærsluskyldan á landið allt. Ómagaframfærsla hreppanna var fólgin í manneldi, þ.e. hver þingskyldur hrepps- bóndi var skyldur að taka að sér og ala einn eða fleiri hreppsómaga um lengri eða skemmri tíma eftir efnahag símun. Skyldu hreppstjórnarmenn skipta manneldi niður á bændur þannig, að jafnmikil gisting yrði á hundraði hverju skuldlausu. Um framfærslu hreppsómaga gátu bændur valið í milli, eftir þvi sem þeir heldur kusu, að taka ómagann á heimili sitt og ala hann þar eða koma honum fyrir hjá öðrum og gefa með honum (fela inni, selja til framfærslu). Venjulegast mun ó- mögum hafa verið ráðstafað til ársdvalar hjá sama bónda, en þegar því varð ekki við komið, annaðhvort af því að einhver bóndi var ekki svo efnum búinn, að hann væri manneldisskyldur árlangt, eða ómagar hrepps voru ekki svo margir, að þess gerð- ist þörf, var eldi ómagans skipt niður á fleiri bændur (skiptingareldi); skyldi ó- maginn þá dveljast hjá þeim til skiptis, þann tíma sem hreppstjórnarmenn á- kváðu samkvæmt efnahag hvers bónda. Var þetta nefnt för í hrepp. Til ómagaframfærslu sinnar höfðu þing og fjórðungar sérstakt fé til ráðstöfunar. Var það helmingur alls sektarfjár eftir fjörbaugsmenn og skógarmenn, en eignir þeirra voru jafnan gerðar upptækar með féránsdómi. Ef sektarféð hrökk ekki til meðgjafar ómögunum, var eldi þeirra ]afn- að niður á þingskylda bændur i þingsókn- inni eða fjórðungnum. Fóru ómagarnir þá í milh bænda og dvöldust sinn tímann hjá hverjum. Var það kallað för um þing eða för í fjórðungi. Til hagræðis í fram- kvæmd var og heimilt að skipta fjórðung- um í deildir til ómagaeldis. 1 samræmi við þann tekjustofn, sem þing og fjórðungar höfðu til ómagaframfærslu sinnar, má ætla, að meðgjöf með landsómögum hafi verið greidd af lögréttufjám, en annars áttu landsómagar för mn land allt. Bændum var skylt að gefa landsómögum einn máls- verð, er þá bar að garði (náttverðareldi), en líka óheimilt að gefa þeim meira. Þó var heimilt að gefa landsómögum dag- verð á helgidögum öllum og alla daga þeim ómögum, sem ekki voru föstuskyldir, þ.e. yngri voru en 12 og eldri en 70 ára, þung- uðum konrnn eða mæðrum, sem höfðu barn á brjósti. Einnig var heimilt að hýsa og ala landsómaga fleiri nætur en eina, ef óveður, vatnavextir eða aðrar torfærm' hömluðu för þeirra áfram. Hin lögmælta för ómaga um framfærsluumdæmi var vitaskuld allt annars eðlis en flakk göngu-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.