Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 50
48 SVEITARSTJÖRNARMAL Til ráðstafana gegn sveitarþyngslum verður einnig að telja ákvæði fornra laga um löggrið og göngumenn, með því að þau miðuðu m.a. að því að firra bændur átroðningi umrenninga, þótt þau ættu jafnframt að stuðla að góðri reglu í þjóð- félaginu yfirleitt. Hver maður, sem eigi var sjálfur heim- ilisfaðir, var skyldur að taka sér löggrið, þ.e. fá sér vist eða lögheimili hjá ein- hverjum bónda. Löggrið skyldu menn hafa tekið sér síðasta dag í fardögum, en fardagar (griðfangadagar) voru 4 fyrstu dagarnir i 7. viku sumars. Ef menn áttu þá ótekin grið, varðaði það þriggja marka útlegð, nema sérstakar ástæður væru fyrir hendi, t.d. heimkoma úr utanför. Sömu refsingu varðaði bónda eða griðmanni, þ.e. vinnumanni, ef hann fór vaflanarförum hálfan mánuð eða lengur innan fjórðungs eða alls mánaðartíma innan og utan fjórð- ungs einskis erindis annars en hlífa búi sinu eða griði. Göngumenn töldust hins vegar allir þeir, sem fóru um og þágu beina eða ölmusugjafir hálfan mánuð eða lengur eða höfðu gistingar alls staðar, þar sem þeir gátu. Ákvæði fornra laga um göngumenn voru afar ströng. Varðaði hverjum manni skóggang, ef hann gerðist göngumaður svo heill og hraustur, að hann mætti fá sér tveggja missera vist, enda hafði göngumennska (verðgangur) í för með sér skerðingu almennra mannrétt- inda. Göngumenn voru réttlausir og óarf- gengir. Ættingjar þeirra, sem ekki voru sjálfir aldir á verðgangi, tóku arf eftir þá, en þó ekki alltaf, heldur stundum aðrir, t. d. sá bóndi, sem hýst hafði þá í banaleg- unni. Jafnvel þeir menn, sem fæddir voru á verðgangi, urðu oft fyrir það eitt sviptir erfða- og framfærslurétti. Göngumenn urðu að bera bótalaust, þó að gert væri á hluta þeirra. Mátti t. d. taka fé af göngumönnum að ósekju, jafnvel þótt þeir ættu það ekki sjálfir, en hefðu aðeins tekið það til flutnings manna í milli; missti sá þá fjárins, sem þeim hafði trúað fyiir því. Þá var og heimilt að hýða göngumenn; taka mátti þá og gelda, og var vítalaust, þó að þeir hlytu af örkuml eða bana. Legorð við göngukonu varðaði ekki við lög, ef sá, sem framdi, hýsti hana, meðan hún lá á sæng, og gekkst síðan við barninu. Skór og klæði voru hið eina, sem gefa mátti göngumönnum að ósekju; var beinlínis bannað að gefa göngumönnum mat eða hýsa þá, og varðaði fjörbaugs- garð, ef í móti því var brotið. Hrepp- stjórnarmenn áttu sakaraðild í öllum slik- um málum, en þó gátu bændur skotið þeim til úrskurðar biskups og jafnvel firrt sig öllum vítum af haldi göngumanns með bví að hýða hann fullri hýðingu, og var þá ekki um það fengizt, þó að þrír bændur hefðu horfið að þvi að hýða einn og sama mann. 1 fomum lögrnn eru sér- stök ákvæði um meðferð göngumanna á alþingi, og staðfestir það frásagnir forn- rita um það, að göngumenn fjölmenntu mjög til alþingis og áttu þar jafnvel búðir sjálfir. — Nokkra sérstöðu meðal göngu- manna höfðu að fornum lögum alhr þeir, er flökkuðu vegna vanheilsu eða elli, að þvi leyti sem þeir tóku rétt sem vistfastir menn; þó urðu þeir að fela öðrum sóknar- aðild mála sinna og fengu sjálfir ekki fullar bætur þess, sem gert var á hlut þeirra, heldur rann þriðjungur allra bóta til sóknaraðilja. Einhver merkilegasta ráðstöfun fornrar löggjafar til tryggingar hag hreppsfélag- anna var stofnun nokkurs konar bruna- og búf jártryggingarfélaga í öllum hreppum landsins. Var hver hreppur fyrir sig sjálf- stætt tryggingarfélag, þannig að hrepps- menn tóku á sig gagnkvæma ábyrgð gegn tjóni af húsbrima og fellisótt i fénaði. Bú- fjártryggingin tók þó ekki til alls kvik- fjár, heldur aðeins nautpenings, enda hann aðalbústofn bænda að fornu. Sauð- fé og hestar var ekki „mælt til skaðabóta.“ Búfjártryggingin kom þvi aðeins til fram- kvæmda, að pest eða fellisótt í nautpeningi væri svo skæð, að fjórðungur félli eða meira; skyldi þá bæta þeim bónda, sem fyrir því varð, hálfan skaða. Ella voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.