Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 25
SVEITARSTJÖRNARMÁI. 23 Þá hófust fjörugar umræður og tóku þátt í þeim: Jóhann Hafstein, Bjarni Þórðarson, Steinn Steinsen, Eiríkur Helgason, Jónas Guðmundsson, Helgi Hannesson, Ólafur B. Björnsson. Jóhann Hafstein lagði fram svohljóð- andi frávísunartillögu: „Þar sem þingið telur ekki í verkahring Sambandsins að kveða á um það, hvort togaraútgerð skuli fremur rekin af því opinbera en einstaklingum eða félags- samtökmn þeirra, og þar sem þingið ennfremur vill komast hjá því, að taka afstöðu til innbyrðis togstreitu hinna ein- stöku bæjar- og hreppsfélaga rnn skipt- ingu framleiðslutækja, svo sem togara milli þeirra, — vísar þingið frá 1. tölulið framkominnar tillögu.“ Tillögu þessa tók flutningsmaður henn- ar aftur, þegar Jónas Guðmundsson lagði fram rökstudda dagskrártillögu: „Landsþingið lítur svo á, að tillaga sú, sem hér er til umræðu liggi utan við þann verkahring, sem Sambandið hefir sett sér til þessa og tekur þvi fyrir næsta mál á dagskrá.“ Helgi Hannesson gerði grein fyrir því, að allsherjarnefnd hefði komið sér saman um að leggja fram svofellda breytingar- tillögu við 1. lið aðaltillögunnar: „Bæjar- og hreppsfélög fái ráðstöfunar- rétt á hinum nýju togurum eftir þeirri meginreglu, að þeir staðir, sem enga tog- ara hafa fengið til þessa sitja fyrir að öðru leyti.“ Dagskrártillaga Jónasar Guðmundsson- ar kom fyrst til atkvæða og var samþykkt með 30 atkv. gegn 14. Afgreiðslu þar með lokið. 25. Umboðsstörfin Helgi Hannesson lýsti yfir því, að alls- herjarnefnd legði til að tillaga sú, er Karl Kristjánsson, 0. fl. höfðu borið fram dag- inn áður, yrði samþykkt óbreytt með svo- hljóðandi viðauka: „Ennfremur samþykkir þingið að fela stjórn Sambandsins að beita sér fyrir þvi, að ríkissjóður greiði bæjarstjórum (bæjar- sjóðum) og oddvitum hæfilega þóknun fyrir störf þeirra vegna hinnar almennu skömmtunar.“ Var þvi næst tillagan í heild borin undir atkvæði og samþykkt einróma svo- hljóðandi: „Landsþing íslenzkra sveitarfélaga, haldið á Akureyri 1948, skorar á stjórn .Sambandsins að umgangast það, að ríkið greiði sanngjöm laun fyrir umboðsstörf þau, er Fjárhagsráð leggur bæjarstjórum og oddvitum á herðar. Nái greiðslur þessar einnig til liðins tíma. Ennfremur samþykkir þingið að fela stjórn Sambandsins að beita sér fyrir því, að ríkissjóður greiði bæjarstjómm (bæjar- sjóðum) og oddvitum hæfilega þóknun fyrir störf þeirra, vegna hinnar almennu skömmtunar. 26. Skipting Sambandsins. Helgi Hannessson lagði fram eftirfar- andi álit frá allsherjarnefnd og gerði grein fyrir því: Ht af tillögu Bjartmars Guðmundssnar o. fl. vill allsherjarnefnd taka fram eftir- farandi: Allsherjarnefnd lítur svo á, að ekkert það hafi enn komið fram, er gefi ástæðu til að sambandið starfi í tveim deildum, né að athugun á því þurfi að fara fram að svo stöddu, og leggur þvi til, að tillagan sé felld. Tómas Jónsson lagði til að málinu yrði vísað til Sambandsstjórnarinnar. Var það samþykkt mótatkvæðalaust. 27. Innkaupastofnun. Allsherjarnefnd lagði til, að þingið sam- þykkti tillögu þá, er Steindór Steindórs- son flutti daginn áður (sjá lið 17. að framan).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.