Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 34
32 SVEITARSTJÓRNARMÁL nýting bein og óbein, svo og félagsframtak af ýmsu tagi er nú allt orðið svo umfangs- mikið, að varla getur annað eins hjá nokk- urri annarri þjóð, og eru þó margar er- lendar þjóðir langt komnar á þessari braut. 3. Vegna þessarar félagslegu ofþenslu, sem hefir höfuðstöðvar sínar í höfuðstað landsins, hafa einstaklingar þjóðarinnar haft bústaðaskipti í stórum stíl og setzt að í höfuðborginni, svo að þar eða í allra næsta nágrenni hennar býr nú alit að því helmingur þjóðarinnar, og í sjálfri borg- inni a. m. k. fullir 2/5 hlutar allra lands- búa. Þetta slœr öll met; engin þjóð önnur getur sýnt slíka félagsþróun. Helzt eru það okkar gömlu og góðu lærifeður, Danir, sem í þessu efni hanga svolítið í okkur, og segi ég það þeim ekki til hróss. Dýpsta orsök þessarar óheppilegu þró- unar hér á landi er sú, að fullnæging hinn- ar félagsleitandi frumhvatar manneðlisins hefir um langt skeið verið látin sitja i fyr- irrúmi fyrir flestu öðru, langt fram úr því sem nokkurt hóf er í. Fyrst iraman af var þessi framvinda mest á vegum kapí- talismans, en nú í seinni tíð meir og meir í anda þess hugmyndakerfis sem kennir sig við sósíalisma. Engu líkara er en að þjóðin hafi farið á eins konar félagslegan fylliríistúr. öll ofnautn leiðir fyrr eða síðar til ófarnaðar, og þessi óhóflega full- næging hinnar félagssæknu frumhvatar þjóðarinnar getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar ef ekki er skynsamlega aðgert í tíma. Nú þegar hefir hún valdið alvar- legum þjóðskemmdum. Ýskyggilegasta þjóðskemmdin af völd- um þessarar illkynjuðu viðburðarásar, eru bústaðaskipti fólksins og straumur þess til höfuðborgarinnar. Eftir því sem Reykjavík vex og öðrum byggðalögtun í landinu hnignar. svo að sums staðar dregur til landauðnar i náinni framtíð. færist ís- lenzka ríkið fjær því að vera þjóðríki, en meir og meir í þá átt að verða borgríki Reykjavíkur fyrst og fremst. Andstæðurn- ar á milli hinnar ríku höfuðborgar og hinna fátæku byggðarlaga fara vaxandi, og gætu mæta vel valdið óheppilegum og þjóðhættulegum átökum. Þá er að minnast á annað hættumerki, sem nú er farið að blasa við af völdum hinna taumlausu framrásar samhyggj- unnar. Það er hin félagslega þreyta, sem nú gerir meir og meir vart við sig. Og það er sízt að undra. Hinar félagslegu byrðar, sem lagðar eru á einstaklinga og félags- heildir, fara sífellt vaxandi. Menn geta varla lengur snúið sér við án þess að fá til þess stjómarvaldaleyfi. Rikisvaldið hef- ir færzt ákaflega í aukana, og fjöldi nefnd- anna og ráðanna á vegum þess orðinn svo mikill, að stjórnarfarið í landinu mundi varla kafna undir nafni þó að það væri kallað sovétskipulag, og þarf víst lítið annað en stimpla það með hamri og sigð til þess að fullkomna verkið. Og svo er nú komið að Alþingi verður árlega að sam- þykkja lög um sérstakar styrkveitingar úr ríkissjóði til almennings og atvinnuveg- anna til þess að menn fái risið undir þeim byrðum, sem félagslífið leggur mönnum á herðar. Ég veit vel að menn segja að verð- bólgan í landinu sé orsök þessa. En hvað er verðbólgan annað en vottur þess, að alls konar samtök, stjórnmálaflokka, hags- munahópa, stétta og félaga hafa gerzt of fingralöng í fríðindi sér til handa úr hin- um sameiginlega sjóði mannfélagsins? Hinir ýmsu stjórnmálaflokkar og hags- munahópar hér á landi kunna að vera missekir í þessu efni, en mér er nær að halda að þeir séu allir nægilega sekir til þess að vera dauða verðir í pólitískum skilningi. 4 Fyrir áratug síðan ’éða svo voru menn enn svo félags- og fundafúsir, að menn vörðu miklum tíma til þess að sækja alls konar fundi og til þess að hlusta á útvarps- umræður um stjórnmál. Menn hlustuðu með fjálgleik á leiðtogana tala og trúðu því, að fyrir mátt samtaka og samvinnu yrðu þeir frelsaðir frá allri eymd og skorti. En nú virðist allt þetta breytt. Menn hafa misst trúna. Að vísu sækja menn enn póli- tíska fundi, einkum ef þar er auk hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.