Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 38
36 SVEITARSTJÖRNARMÁL Fyrri leiðin væri meira í samræmi við raunverulegt sjálfsforræði, og því æski- legri, en hin síðari væri að líkindum auð- veldari í framkvæmd, fyrst í stað. Komið gæti og til mála að báðar þessar leiðir yrðu farnar til þess að afla fjórðungunum tekna. 2. Verzlunarmál. Gjaldeyris-, innflutn- ings- og verðlagsmál er einn sá flokkur mála, sem ofarlegast er á baugi nú hér á landi. Það er um deilt hvort heppilegt sé, að stjórnarvöld séu að vasast í þessum málum, en meðan slíkt þykir óhjákvæmi- legt, eins og það líklega er, eins og sakir standa, er bygeðarlögunum bráðnauðsyn- legt að fá þar einhvern íhlutunarrétt, þvi það sem hvað mest hefir valdið uppgangi verzlunarstéttarinnar í Rvík á kostnað verzlunar annarra byggðarlaga, er það, að þau stjórnarvöld, sem ráða fyrir þessum málum, eru þar staðsett, en þetta gefur aftur verzlunarfyrirtækjum höfuðborgar- innar forréttindaaðstöðu á sviði verzlunar og viðskipta. Ég get ekki fjölyrt um þessa forréttindaaðstöðu Reykjavíkur hér, en visa til greinar sem ég reit um þetta í maí- hefti Gerpis. Ég tel rétt, að á vegum fjórð- ungs- eða fylkisstjórnanna yrði komið á fót gjaldeyris- og innflutningsnefndum, sem fengju til ráðstöfunar hæfilegan hluta gjaldeyristeknanna, sem þær svo úthlut- uðu til verzlunarfyrirtækja í f jórðungnum, á líkan hátt og viðskiptanefndin gerir nú. Yfirstjórn og samræming þessara mála gæti verið hjá ríkisstofnun á vegum rikis- stjórnarinnar. 3. Samgöngumál. Einn aðalþjóðvegur ætti að vera umhverfis landið og að 2—3 helztu hafnarstöðum í hverjum landsfjórð- ungi. Lagning hans og viðhald eiga fjórð- ungsstjórnirnar af hafa á hendi, en fé til þess ætti að veita úr ríkissjóði i einu lagi í hvern fjórðung árlega. Þvi fé eiga svo fjórðungsþingin að skipta niður á vega- kaflana. Allir aðrir vegir í fjórðungunum, nema hreppsvegir og götur í bæjum ættu að vera fjórðungs- eða fylkisvegir. Skrif- stofu vegamála í Reykjavík mætti þá leggja niður, en lands- eða fjórðungsverkfræð- ingur í hverjum fjórðungi hefði þar á hendi stjórn vegamála undir yfirstjórn f j órðungsstj órnarinnar. Strandferðir yrðu eins og nú á vegum ríkisins, nema fjórðungs- og fjarðabátar, sem eðlilegt væri að fjórðungsstjómir hefðu með að gera. Hafnarmál öll ættu að vera sérmál fjórðunganna og sveitarfélaganna nema landshafnir. Stjóm þessara mála mætti og fela fjórðungsverkfræðingi. Vitamál er líklega réttast, að væru á vegum rikisins. eins og nú, svo og flug- samgöngur. 4. Kennslumál. Rarnafræðsla og gagn- fræðanám ætti að vera í höndum fjórð- ungsstjórna að öllu leyti. Samkrull það, sem nú er um barnafræðslu og gagnfræða- nám, á milli ríkisins og sveitarfélaganna er með öllu óhafandi. Embætti fræðslu- málastjóra ætti að leggja niður, en í stað- inn gætu komið námsstjórar í hverjum landsfjórðungi. Gefa ætti fjórðungsþing- um og stjórnum víðtækt vald til þess að setja hjá sér reglur um námið á grund- velli allsherjar kennslulaga frá Alþingi. Markmið náms og fræðslu eiga að vera hin sömu hvar sem er á landinu, en leið- imar til þess að ná þessum markmiðum mega gjarnan og þurfa að vera mismun- andi eftir staðháttum og félagsháttum í hverjum landshluta. Lög þau og reglur um þarna- og unglinganám, sem nú gilda, eiga yfirleitt mjög illa við i öllum hinum fámennari bæjum og sveitum. g. Atvinnumál. Löggjöfina um atvinnu- mál — landbúnað, sjávarútveg, siglingar og iðnað þarf ef fjórðunga eða fylkjaskipu- lag yrði tekið upp, að endurskipuleggja, og fá fjórðungsstjómum og þingum eðli- lega íhlutun um þau, í nánu samstarfi við áhugafélög þau sem í fjórðungunum starfa á þessmn sviðum. Þetta yrði að sjálfsögðu ekki gert í einu vetfangi heldur smátt og smátt. 6. Sveitarstjórnarmál. Mjög mikil nauð- syn er á því að staðkunnugir menn fari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.