Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 21
SVEITARST.TÓRNARMÁT M) 9. Erindi um framfærslu og sveitarstjórn. Lárus H. Blöndal, bókavörður í Reykja- vík, flutti erindi, sem hann nefndi. „Fram- færsla og sveitarstjórn á þjóðveldisöld“. 1 löngu og skilmerkilegu máli gerði ræðumaður ýtarlega grein fyrir skipan þessara mála hjá íslenzku þjóðinni á þjóð- veldistímanum. Vakli hann meðal annars athygli á því, að um þessi efni hefðu Is- lendingar staðið framar en aðrar þjóðir á sama tíma. — Erindið er prentað hér í ritinu á öðrum stað. 10. Álit kjörbréfanefndar: Björn Jóhannesson, forseti bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar, hafði orð fyrir kjör- bréfanefnd. Lagði nefndin til, að allir mættir fulltrúar væru úrskurðaðir rétt- kjörnir til setu á þinginu. Var sú tillaga samþykkt. Á þinginu sótti Hálshreppur í Suður- Þingeyjarsýslu um upptöku í Sambandið og var upptaka hans samþykkt í einu hljóði. 11. Vandræðamannaheimili. Formaður milliþinganefndar Sambands íslenzkra sveitarfélaga, um þetta málefni, Ólafur B. Björnsson, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar. 1 því sambandi ámælti hann nokkuð hreppsnefndum og bæjarstjórum fyrir seinlát svör við fyrirspurnum nefndar- innar, sem þó hefði verið óskað svars við innan tilskilins tíma. Þá skýrði hann frá fróðleik þeim, er nefndin hafði aflað um hælisþörfina. Málinu var vísað til hælisnefndar, er fundurinn hafði áður kosið. 12. Tímarit Sambandsins. Formaður Sambandsins, Jónas Guð- mundsson, skýrði frá fyrirkomulagi á út- gáfu tímaritsins „Sveitarstjómarmál.“ — Stjórn Sambandsins hafði skipað ritnefnd, er í vom: Jónas Guðmundsson, Ólafur B. Björnsson, Eiríkur Pálsson, Björn Guðmundsson, Karl Kristjánsson. Lagði formaður til að nú yrði stjórn Sambandsins heimilað að ráða ritstjóra fyrir tímaritið, er gæti einnig haft fleiri störf með höndum fyrir Sambandið, svo að hann hefði t. d. hálf laun frá tíma- ritinu. Tillögu þessari var vísað til áðurkjör- innar tímaritsnefndar. 13. Framtíðarstarfsemi. Formaður Sambandsins, Jónas Guð- mundsson, ræddi nokkuð um helztu störf er lægju fyrir Sambandinu í næstu fram- tíð. Taldi hann nauðsynlegt að Sambandið hefði opna skrifstofu i Reykjavík og starfs- mann, er annaðist rekstur þess og ýmiss konar fyrirgreiðslu vegna félaga þess, jafnframt því, sem hann væri ritstjóri tímarits þess (sbr. lið 12. í þessari fundar- gerð). Tillögu hans í þessu efni var vísað til fjárhagsnefndar. Til máls tók út af tillögu þessari Bjarni Þórðarson, bæjarfulltrúi í Neskaupstað, og óskaði þess að allsherjarnefnd tæki til athugunar hvort ekki væri rétt að starfs- maður sá, er tillaga formannsins gerir ráð fyrir, væri að öllu leyti i þjónustu Sambandsins og erindreki sveitarfélaga landsins í Reykjavík. 14. Skipting Sambandsins í deildir. Svohljóðandi tillaga kom frá Bjartmari Guðmundssyni, Eiríki Helgasyni, Jónasi Magnússyni og Magnúsi Sveinssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.