Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 40
38 SVEITARSTJÓRNARMÁL neytis, og mynduðu þessir þrír menn fjórðungsráð í hverjum fjórðungi eða fylki. Líklegt er, að flestir hallist að því, að kosið verði til fjórðungsþinga almennum kosningum, og yrði þá um tvær kosninga- aðfeðir að ræða: 1. Að fjórðungurinn yrði eitt og óskipt kjördæmi og allir þingmenn fjórðungs- þings þá kosnir í einu lagi hlutbundinni kosningu. Að þessu munu þeir hallast, sem fylgjandi eru hlutfallskosningum. 2. Að hverjum fjórðungi eða fylki yrði skipt í jafnmörg einmenningskjördæmi og kjósa á þingmenn á fjórðungsþing og þeir síðan kosnir meiri-hlutakosningu hver í sínu kjördæmi. Ég hallast sjálfur persónulega að síðari leiðinni, og veldur þvi vitanlega það að ég er mótfallinn hlutfallskosningum af ástæðum, er ég tel rétt að greina stuttlega frá. Reynsla hefir alls staðar sýnt og sann- að, að hlutfallskosningar styðja að mynd- un margra minnihlutaflokka, en hindra nær því alveg að nokkur flokkur nái hrein- um meirihluta við almennar kosningar. Af þessu leiðir það að alls konar minni- hlutaklíkur, sem engan lýðræðisrétt eiga til að ráða úrslitum mála, fá valdaaðstöðu. Valdaaðstaðan er fólgin í þvi, að slíkir minnihlutar fá möguleika til þess, tveir eða fleiri að gera hrossakaupasamninga um málin og hrifsa með því móti stjórnar- valdið í landinu í sínar hendur. Enginn meirihluti atkvæðisbærra manna í land- inu stendur að eða ber ábyrgð á þess konar málefnasamningi, sem oftast er gerður eftir kosningar, að kjósendum fornspurð- um. Og minnihlutaflokkarnir eða stjórnir þeirra, er að slíkum hrossakaupssamningi standa eru einnig alveg ábyrgðarlausar, því alltaf klingir þetta í eyrum: Við gát- um ekki fengið því ráðið að okkar stefna yrði framkvæmd, við þurftum að slá svo og svo miklu af til þess, að samningar gætu tekizt o. s. frv. Maður er nú farinn að þekkja þennan són. Þetta veldur svo á hinn bóginn því, að flokksleiðtogar móta ekki stefnu flokks síns með það fyrir aug- um, að þeir kunni að þurfa að taka á sig ábyrgð af því að framkvæma hana — svo sem yrði ef flokkurinn fengi meirihluta við kosningar — heldur miða þeir hana meir en góðu hófi gegnir við það helzt, að hún geti sem bezt þjónað því hlutverki, að halda saman þröngsýnum minnihluta, sem gefi flokknum atkvæði við kosningar. Stjórnarsamvinnusamningar eins og þeir, sem gerðir hafa verið um þjóðmál og stjórnarmyndun hér á landi í seinni tíð á milli minnihlutaflokka, eru pólitískt valdarán og annað ekki, og eru því alger- lega andstæðir hugsjón og eðli hins vest- ræna lýðræðis. Ef miðað er við það, að hver atkvæðisbær maður í landinu, eigi að geta með atkvæði sínu, haft einhver áhrif á stjómarstefn- una, svo sem er viðurkennd lýðræðisregla, og eigi að bera tilsvarandi ábyrgð fyrir sjálfum sér, þannig að honum komi í koll, ef hann hefir ráðstafað atkvæði sínu fá- víslega að eigin dómi, þá fæ ég ekki betur séð, en að reynslan af hlutfallskosningum bæði hér og í öðrum löndum hafi full- sannað, að þær eru óhafandi. Tala fjórðungsþingmanna mætti verá i g, eins og ályktað var á síðasta fjórðungs- þingi Austfirðinga. Ég hefi nú rakið nokkuð, hvernig fjórð- unga- eða fylkjaskipulagi hér á landi mætti vera fyrir komið, en vafalaust koma mörg fleiri sjónarmið um það fram, þegar farið verður að ræða málið almennt. Og auð- vitað verður hvaða skipulag, sem upp yrði tekið, breytingum háð, eftir því sem reynslan býður á hverjum tíma. Kostir hins % vil uu telía UPP llelztu nýja skipu- ll0Stl fjorðimga- eða fylkja- i ' skiputags her a landi ef upp yrði tekið: í. Það dreifir stjórnarvaldinu, og gerir íbúum hinna dreifðu byggðarlaga auðveld- ara að móta það í sinni mynd og njóta félagslegra ávaxta þess. 2. Það losar Alþingi við mikinn fjölda smámála. Hið aldna þing verður stórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.