Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 57
S VEIT ARSTJ ÓRNARMÁL 55 Sambandið í milli bæjanna fjögurra er alltraust orðið, en við höfum dregizt aftur úr. Bæir þessir skiptust á nemendahópum í sumar og ætlunin er að koma á starfs mannaskiptum bæjanna, t. d. í kennara- stétt, starfsmönnum bæjarfyrirtækja o. s. frv. Þetta er hugsað þannig, að hvert land sjái fyrir gjaldeyri handa gestunum strax og þeir eru komnir inn fyrir landamærin. Fulltrúar vinabæjanna áttu fund með sér að loknum hátiðahöldunum til þess að ræða þessi mál og um kynni á milli bæj- anna yfirleitt. Sakir fjarlægðar og annarra örðugleika taldi ég vafasamt, að við gætum tekið þátt í hópferðum milli landa. Enda það mál með öllu óundirbúið. Hins vegar er enginn vafi á, að við getum tekið þátt í og haft hæði gagn og gaman af skiptum einstakra starfsmanna. Það er alltaf margt að læra fyrir gesti, bæði um það sem ábótavant er heima fyrir og eins hitt, sem betra kann að vera þar. Hygg ég slíkar kynningarheimsóknir geta orðið mikils virði fyrir okkur í framtíðinni, og vildi óska, að Akureyrarbær gæti tekið í þeim verulegan þátt. Einnig var rætt um, að bæirnir skiptust á prentuðum og fjölrituð- mn heimildmn um starfsemi sína, fjár- hagsáætlunum, reikningmn o. þ. h. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi, en allir vorum við sammála rnn að reyna hver í sínu lagi að tengja bönd kynn- ingar og vináttu milli þessara bæja. Hér mætti skjóta því inn, hversu sam- band Álasunds og Akureyrar er til komið. Eftir þeirri reglu, sem hugsuð hefir verið um vinabæi, eiga bæir í svipuðum stærð- arflokki að hafa sambönd sín á milli, þannig að fyrst væru höfuðborgimar, síðan næst stærstu bæirnir o. s. frv. En er mál þessi komu til mnræðu í Noregi, óskuðu Álasundsbúar eindregið eftir sambandi við Akureyri, sakir eldri kyxma. Ekki er mér þó kunnugt mn, hvemig þau kynni hafa byrjað. En árið 1906 eftir hinn eftirminni- lega eldsvoða á Oddeyri, sendu Álasunds- búar hingað tilhöggvið hús og húsmuni sem gjöf. Þykir mér líklegt, að norskir síld- veiðimenn, sem mikið var af hér þá, hafi haft góð kynni af Akureyri og ástandinu hér. Álasundsbúar þekktu einnig sjálfir áhrif mikilla eldsvoða þvi að árið 1904 brann bærinn nær því allur. Hús það, er þeir sendu hingað, stendur enn, við Skipa- götu, og er nú geymsla rafveitunnar. Svo lá samband í milli bæjanna niðri þangað til Akureyri sendi Álasundi gjafir í sam- bandi við Noregssöfnunina. Næsta skrefið tóku Álasundsbúar í sambandi við vina- bæjahreyfingu Norrænafélagsins, eins og fyrr segir. Álasund. Álasund er bær með 18—19 þús. íbúa. Hann stendur á nokkrum eyjmn við minni Raumsdalsfjarðar á Sunnmæri. Em þar hann vera einn mesti athafna- og útflutn ingsbær landsins. Bærinn slapp furðu vel frá stríðinu, urðu skemmdir tiltölulega litlar þar, þó héldu bæjarmenn uppi stöð- ugu sambandi við Breta. Það voru Ála- sundsbátar, sem héldu út á hafið, til fund- ar við brezk og norsk skip. Þó að Álasund héldi nú hátíðlegt 100 ára afmæli, er það einungis til þess að minnist þess, að þá fyrst fékk hann full kaupstaðarréttindi, en vitanlega er byggð þar miklu eldri. Hafði þar um langan aldur verið útgerðarbær, og í nágrenni bæjarins er æfagömul höfn, allt frá forn öld, þar sem heitir í Katavogi. En aðrir bæir í nágrenninu urðu á undan að fá full réttindi, og mun það hafa tafið fyrir Álasundi að ná rétti sínum. Ég gat þess fyrr, að Álasund væri mikill athafna- og framkvæmdabær, á hinu verk- lega sviði, en þar em einnig athafnir á öðrum sviðum. Auk barna- og unglinga- skóla, sem þar em stórir og vandaðir, er þar húsmæðraskóli og stór menntaskóh. Byggðasafn mjög vandað er í nágrenni bæjarins. Tvö dagblöð koma þar út og eitt vikublað, og félagslíf mun vera þar mikið og fjömgt eftir því sem mér var tjáð. En þvi miður gat ég minnstu af því kynnzt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.