Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 14
12 SVEITARSTJÖRNARMÁL Ritnefndin hefir síðan séð um útkomu ritsins og mun gerð grein fyrir því nánar undir öðrum dagskrárlið. Sveitarstjórnarmál er nú eign sam- bandsins og fyrir því séð, að þau geti komið út næstu fimm árin. Með þvi að taka við útgáfu þeirra hafa sveitarfélögin stigið stórt spor í rétta átt. En óhjákvæmi- legt er að þingið geri sér ljóst, að ef vel á að takast um framtíð ritsins, verður sambandið að fá í þjónustu sína vel hæfan mann, sem fela má ritstjórn tímaritsins undir eftirliti ritnefndar, sem þingið eða stjórnin ætti að kjósa hverju sinni til 2ja ára í einu. Færi bezt á því að hægt væri að fela þetta ritstjórnarstarf sama manni og ráðgert er að falin yrðu önnur dagleg störf sambandsins. Þar sem ráðgert er, að mál þetta verði rætt nánar i sambandi við fjárhagsáætlun sambandsins, eða sem sérstakt dagskrár- mál, tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það frekar. Að mínum dómi er það þýð- ingarmesta málið fyrir framtíð sambands ins, sem stjórnin hefir haft með höndum s.l. tímabil. 5. önnur mál. Á landsþinginu árið 1946, var hreyft ýmsum málum og stjórninni falið að vinna að þeim milli þinga. Það skal játað að stjórnin hefir mjög lítið getað sinnt flestum þeim málum og liggja ýmsar orsakir til þess. Sérstaklega tel ég rétt að vikja nokkrum orðum að eftirtöldum málum, sem þá var hreyft. a. Löggæzlumál. Þingið 1946 skipaði sérstaka nefnd, er hafa skyldi það verkefni að koma fram með tillögur um skipun löggæzlumála í landinu og átti nefndin að hafa lokið störfum fyrir febrúarlok 1947. Þessi nefnd hefir ekki verið kvödd saman og er ástæðan sú, að ríkisstjóm- in tjáði stjórn sambandsins, að lög- reglustjórar landsins hefðu verið beðn- ir um tillögur varðandi fyrirkomulag og framkvæmd löggæzlunnar og mundi úr þeim tillögum unnið frum- varp til nýrra löggæzlulaga. Var því lofað, að stjórn og fulltrúaráð sveitar- félaganna skyldu fá að fjalla um frumvarpið, áður en það yrði lagt fyx- ir Alþingi, svo að sveitarfélögin gætu komið að breytingartillögum sínum, ef þau hefðu einhverjar að gera. Ennþá hefur ekki verið gengið frá frumvarpi þessu, en stjórnin væntir þess, að það muni fljótlega koma fram úr þessu. b. Innheimta opinberra gjalda. Landsþingið 1946 samþykkti einnig að fela stjórninni að vinna að því, að ríkisstjórn og Alþingi, að sett yrði sérstök löggjöf um innheimtu opin- berra gjalda, er dragi úr þeirri marg- skiptingu, sem nú er á innheimt- unni. Stjórninni er kunnugt um að nú starf- ar á vegum ríkisstjórnarinnar nefnd manna, sem m. a. á að athuga þetta atriði. Höfuðverkefni þeirrar nefndar er samræming skattakerfisins og ein- faldara fyrirkomulag á innheimtu og skiptingu skattanna milli opinberra aðila. Þess má vænta að þessi nefnd skili störfum i haust. c. MeðlagsgreiSslur vegna setuliSsbarna. Um það mál var gerð ályktun á síð- asta landsþingi, er meira var áskorun til Alþingis og ríkisstjómar, en til stjórnar sambandsins. Eg get upplýst að nú er að mestu lokið að safna með- lagsúrskurðum vegna setuliðsbama og þegar sá tími er liðinn, sem hin nýju lög um afstöðu foreldra til óskilget- inna barna gera ráð fyrir hvað setu- liðsbömin snertir, verða teknir upp samningar um heildargreiðslur frá Bandaríkjunum og Bretlandi vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.