Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 28
2Ö SVEITARSTJÖRNARMÁL Gunnlaugur Jónasson: UM BYGGÐASJÁLFSTÆÐI Heiðruðu þingfulltrúar og gestir! Frumhvat- Tvær il.andstæðar hvatir irnar tvœr manneðhsms raða mestu um ásigkomulag mannfélagsins. Þær eru: Þráin eftir einveru og þráin til samvista, og þær eru um það bil jafn- sterkar hjá mannfólkinu að meðaltali. Hver einasti maður finnur til þessara frumhvata í innsta eðli sínu, því stund- um leitar maðurinn einverunnar, en á öðrum tímum þráir hann samvistir við aðra menn. 011 hamingja og tím- anleg farsæld mannsins er undir því komin að frumhvötum hans sé full- nægt á heilbrigðan hátt, þessxxm frum- hvötum sem ég nefndi, eigi síður en öðrum. En maðurinn lifir og starfar oft- lega í meira eða minna ósamræmi við frumhvatir sínar og fullnægir stundum einni frumhvötinni á kostnað annarrar. Hann leitar félagsskapar samkvæmt fé- lagshvöt sinni og bindur sér félagslegrar byrðar, sem hann á erfitt að losa sig við þegar hin frmnhvötin, þráin eftir ein- veru og óháðu einstaklingslífi gerir sig gildandi. Afleiðingin er svo ófarsæld í einni eða annari mynd. Þessar áminnstu frumhvatir, sem svo miklu ráða rnn lífshamingju og velferð einstaklinganna, gætir einnig á sama hátt í hinum stærri og minni félagsheildum mannanna. Frumstæðasta félagsheildin er heimilið. Það leitar stundum samskipta við önnur heimili, en stundum vill það lifa sínu lífi. Sama gildir um byggðarlög, lands- hluta og þjóðir. Ef bessi kenning, sem ég hefi leyft mér að setja fram, er rétt, en ég mun leiða til þess nokkur rök í þessu erindi, þá má óhætt að álykta, að öll sönn stjórnvizka sé i þvi fólgin að finna og stuðla að jafn- vægi á milli þessara mannlegu frum- hvata, sem skapa þann grundvöll sem mannfélagið hvíhr á. Skipuleggja á sem fullkomnastan hátt, einveru og samvistir, sérhyggju og samhyggju, heimili og þjóð- félag, héraðsstjórn og ríkisstjórn, þjóð- hyggju og alþjóðasamtök — frelsi og lífs- öryggi. VitnisburÖur 011 veraldarsagan er í stór- sögunnar. drattum sagan um það hvermg mönnunum hefir fram til þessa mistekizt, að koma á fót mannfélagsskipulagi, sem tryggir þetta gullvæga jafnvægi á milli þessara tveggja mannlegu tilhneiginga, sem svo miklu ráða um samskifti einstaklinga og félags- heilda. Stundum greinir sagan frá félags- legri framvindu, sem leiðir til sístækk- andi og sterkari félagsheilda unz stórveldi hefir myndazt, og svo kemur sagan um hina félagslegu þreytu. Menn vilja leggja frá sér þær þungbæru félagsbyrðar, sem menn hafa bundið sér. Hin frumhvötin, sérhyggjan. segir aftur til sín. Hún hefir verið bæld um of og rís nú upp voldug og sterk og gerir sig gildandi. Stórveldinu hnignar; það leysist í sundur í smærri riki, sem eru máttlítil, ekki svo mjög vegna þess hversu smá þau eru, heldur vegna þess að félagshvötin sefur, en einstaklings- og sérhyggja ræður lögum og lofum. Þessu fer svo fram, unz sérhyggjan hefir leitt af sér engu minni ófarsæld, en sam- hyggjan áður. Þá fer félagshvötin að láta á sér bæra á ný og sams konar saga endur- tekur sig, að eðli til eins en hið ytra í nýju gerfi. Að vísu hefir stjórnmálasaga veraldar- innar ekki verið alveg svona einföld í sniðinu, en hefir orðið margbrotnari og breytilegri vegna þess, að þróun sér-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.