Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 42
40 SVEITARSTJÖRNARMÁL vestræna heimi, eins og lýsandi stjarna á hinum dökka stjórnmálahimni miðald- anna. Vér afkomendur þeirra nú á dögmn, erum margir hverjir, því miður, haldnir nokkurri minnimáttarkennd og vanmati á skapandi mætti islenzkrar hugsunar. Þvi er það að margir Islendingar dázt oftlega mikið að því sem erlent er, og venjulega er þessi aðdáim og eftirhermu- tilhneiging rikust hjá þeim, sem haldnir eru mestum þjóðernishroka. Það er því oft bezta ráðið hér á landi, að afla nýjum hugmyndum fylgis með því að benda á erlend fordæmi. Skal það nú gert til þess að sefa ótta þeirra manna, sem aldrei þora að treysta eigin dómgreind, heldur spyrja sífellt: Er þetta haft svona nokkurs staðar erlendis? Og fyrir slíka menn ætti það að vera huggunarríkt að heyra, að byggða- sjálfstæði á vegum fylkja- eða sambands- ríkja-skipulags, er víða mikið um veröld- ina, einkum í þeim löndrnn sem á seinni öldum hafa byggzt frá Vestur-Evrópu. Sumir menn hér á landi mæna af mikilli lotningu til hinna svonefndu Norðurlanda, og má gera ráð fyrir að fylgi nokkurra slíkra manna við aukna byggðastjórn hér á landi verði takmarkað vegna þess, að byggðasjálfstæði er ekki mikið á Norður- löndum, en þó samt og einkum í Svíþjóð öllu meira en hér á landi. Hinn þýzk- rómverskættaði þjóðrembings-Cesarismi hefir þar mótað stjómarfarið meira en góðu hófi gegnir, eins og í svo mörgum öðrum Evrópulöndum, þar sem núverandi stjórnskipulag er sprottið upp af hinu miðhverfa (centraliseraða) einræðis- og einveldisfyrirkomulagi 17. og 18. aldar. Hin rómverskættaða einræðishugsjón — Cesarisminn — er í ýmsum myndum landlæg i Evrópu, en síðustu greinarnar á þeim illkynjaða meiði eru einræðisstefn- urnar, sem náð hafa miklu gengi í Evrópu í seinni tíð. En það er athyglisverð staðreynd, að fólk það, sem flutti á seinni öldum frá Vestur-Evrópu og tók sér bólfestu í Norð- ur-Ameriku, Ástralíu og Suður-Afríku virðist að miklu leyti hafa þurrkað af sér Cesarismann og losnað undan áhrifavaldi hans, alveg á sama hátt og forfeður vorir sem námu Island á 9. og 10. öld. Því í öllum þessum víðáttumiklu löndum er byggðasjálfstæði í einhverri mynd grund- völlur stjórnskipulagsins. Svo virðist, að er þessir útflytjendur sluppu úr klóm hinnar rómversku yfirráðastefnu, hafi hin frumstæða sérhyggja og frelsishvöt vaknað af aldalöngmn svefni, allt frá miðöldum, og látið til sín taka á ný, og lýsir sér nú i stjórnskipulagi hinna nýju landa, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa fylkja- eða sambandsríkjaskipulag. Og vízt er um það að þetta skipulag hefir gefizt ágæta vel, þvi hvergi stendur vestræn menning fast- ari fótum en í þessum áminnstu löndum. Eina landið, aftur á móti, á meginlandi Evrópu, þar sem frelsishugsjón miðald- anna lifði gegnum aldirnar, og þar sem byggðasjálfstæði er nú grundvöllur hins aldargamla stjórnskipulags þar í landi, er svissneska lýðveldið, og hefi ég áður á það minnst í þessu erindi. Baunaskammtur- % vú nú Þessn inn og frumburðar- ermdi með þvi að ..4 ■ setia fram nokkrar retturinn. > . . samvizkuspurnmgar. Hvort er mikilvægara: Einvera eða samvera, sérhyggja eða samhyggja, einstaklingurinn eða samfélagið, heimilið eða þjóðfélagið, byggðarlagið eða ríkið, héraðsstjómin eða ríkisstjórnin? Fyrirhafnarminnst er að svara þessu með þvi að fella þessar spurningar saman í eina: Hvort er meira virði: frelsið eða lífsöryggið? Hlutlaus áhorfandi að sjón- leik mannlífsins segir: Maðurinn er ekki farsæll nema hann geti öðlazt þetta hvort tveggja. Því hvers virði er frelsið þeim manni sem á ekki lífs von? Og hvers virði er lífsöryggi þeim manni sem dvelm: í fangabúðum harðstjórans? — En í hita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.