Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL 27 hyggju og samhyggju var ekki að öllum jafnaði samferða hjá hinum ýmsu þjóðum og ríkjum, og árekstrar á milli hinna mis- munandi stjórnarforma því tíðir. Hirð- ingjaþjóðfélög, þar sem grunntónninn var sérhyggja og einstaklingsfrelsi, áttu um aldaraðir á morgni sögunnar, i höggi við ríki þau sem risu á legg á bökkum stór- fljótanna, þar sem samhyggjan var undir- staða mannlífsins. Undiralda þessara alda- löngu átaka er sýnileg á hafi mannfélags- ins enn í dag. Meðan ríki og þjóðfélag hinna fastbú- andi samhyggjumanna voru ung, upp- rennandi og sterk, var vonlaust fyrir hinar samtakalitlu hirðingjaþjóðir að ráðast á þau. En þegar félagsþreytan sagði til sín hjá hinum fastbúandi lýð, þá kom tæki- færið fyrir hina reikandi ættflokka til þess að öðlast fé og frægð með því, að ráðast á sléttubúana og leggja lönd þeirra og auð- æfi undir sig. Hin elsta saga um þjóðirnar í Mesopotamiu og viðskipti þeirra við eyði- merkur- og fjallabúana, er mjög lærdóms- rík í bessu efni. Síðar risu á legg stórveldin, sem Daníel spámann dreymdi svo spaklega um: Babj'- loniumenn, Persar, Grikkir og Rómverjar. Saga þeirra er saga félagslegrar fram- sóknar, félagsþreytu og félagslegrar hnign- unar. Hún er einnig saga sigurvegaranna. sem notuðu sér máttleysi hinna félags- þreyttu menningarþjóða til þess að leggja þær undir sig og sitt veldi. Sama sagan alltaf að endurtaka sig og af sömu ástæð- um. c Saga Rómverja er þó í þessu Rómveria. efni langathyglisverðust, bæði vegna þess hve hun sýmr greinilega átökin á milli hinna félagslegu og andfélagslegu frumhvata, og svo vegna þess, að heimsveldishugsjón Rómverja, sem nefna mætti .,Cesarisma“, hefir meir en nokkuð annað mótað stjórnmálaferil Ev- rópumanna, frá því Rómaveldi leið undir lok, gegnum aldirnar, allt fram á þennan dag. Róm varð stórveldi í viðureign sinni við Carthagó. Sú viðureign þroskaði með Róm- verjum þann félagsanda og það félags- skipulag. sem varð undirstaða hins róm- verska keisaradæmis. Sögufróðir menn hafa mjög furðað sig á því, hvernig á því stóð, að betta volduga riki skyldi geta orðið illa skipulögðum farandhersveitum hálf- villtra þjóða í norðri og norðaustri að bráð Ekki svo mikið sem ein töpuð stórorrusta afsakar fall hins mikla ríkis. Einungis ein fullnægjandi skýring er til á þessu. Hið keisaralega rómverska stjórnskipulag lagði afarjþungar félagskvaðir á þegna sína. öllu var stjórnað frá Róm; þangað og þaðan lágu allir vegir. Hið keisaralega embættis- skipulag var allt, þegnarnir ekkert. Félags- þreyta þegnanna fór vaxandi eftir því sem ár og aldir liðu, og menn glötuðu öllum áhuga fyrir því að verja með vopni í hönd það mannfélagsskipulag, sem lagði á menn svo þungar kvaðir. Þegnar hins rómverska keisara beygðu sig því mótstöðulítið undir ok hinna ómenntuðu sigurvegara og jafn- vel fögnuðu komu þeirra, vegna þess, að þeir léttu af herðum þeirra þeim þung- bæru skyldum, sem hið margbrotna skipu- lag keisarastjórnarinnar hafði lagt á þá. Þegar svo er komið, að eigið stjórnskipu- lag er orðið þungbærara en erlend áþján, þarf engan að undra, þótt sjálfstæði sé ekki varið með oddi og egg. Hið eina. sem hefði getað bjargað Róma- veldi frá hnignun og falli hefði verið það, ef risið hefði á laggir innan vébanda þess, sambandsríkjaskipulag, eins og nú er víða kominn vísir að i veröldinni annars staðar en á meginlandi Evrópu. Skattlöndin hefðu þá orðið hálf-sjálfstæð ríki undir róm- verskri yfirstjórn. Slík ríki hefðu auðveld- lega getað varizt ásókn hálf-villtra erlendra þjóða og þá væri nú, efalítið, eitt sam- bandsríki komið á um alla jörðina fyrir löngu síðan. En eins og kunnugt er rann þetta allt í aðra farvegi. Hugmyndin rnn sambandsríki og sjálfstæð byggðarlög var algerlega framandi ráðamönnum Róma- veldis, og er það jafnvel enn ráðandi mönn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.