Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 22
S VEITARSTJÖRNARMÁL J.0 „Þing Sambands ísl. sveitarfélaga, haldið á Akureyri, dagana 25. og 26. júlí 1948, samþykkir að fela stjórn Sambands- ins að útnefna 3 menn í nefnd, er hafi það með höndum að athuga hvort ekki væri heppilegt að Sambandið starfi í tveim deildum, og væri önnur fyrir kaup- staði og kauptúnahreppa, en hin fyrir sveitahreppa. Nefnd þessi hafi lokið störf- um og skilað áliti fyrir næsta þing Sam- bandsins.“ Séra Eiríkur Helgason gerði grein fyrir tillögunni í ræðu. Síðan var tillögunni með samhljóða atkvæðum vísað til alls- herjamefndar. 15. Togarakaup. Bjarni Þórðarson, bæjarfulltrúi úr Nes- kaupstað ræddi um togarakaup rikisins. Lagði hann fram svohljóðandi tillögu, sem var vísað til allsherjarnefndar: „Þriðja landsþing Sambands islenzkra sveitarfélaga beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún láti úthluta togurum þeim, sem hún hefir ákveðið að láta smiða fyrir Islendinga, eftir þessum meginreglum: 1. ) Bæjar- og hreppsfélög, sem afráða að reka skipin fyrir eigin reikn- ing, hafi forgangsrétt til þess að kaupa þau. 2. ) Við úthlutun skipanna sé höfð hliðsjón af ibúatölu viðkomandi útgerðarstaðar, eða að hve miklu leyti afkoma þeirra grundvallast á sjávarútvegi og hver önnur skil- yrði, t.d. hafnarskilyrði, eru fyrir hendi til togaraútgerðar. Ennfremur telur landsþingið að nauð- syn beri til, að lánskjör til þessara skipa- kaupa verði eigi óhagstæðari fyrir kaup- endur, en þau vom samkv. lögum um Stofnlánadeild sjávarútvegsins og þings- ályktun um ríkisaðstoð til bæjar- og hreppsfélaga til togarakaupa, eigi fátæk- um sveitarfélögum að takast að eignast þessi stórvirku framleiðslutæki, sem orðið gætu hin þýðingarmesta lyftistöng fyrir þau. Þingið felur væntanlegri sambands- stjórn að beita áhrifum sínum í þá átt, að togurunum verði úthlutað samkv. fram- ansögðu." 16. Greiðsla fyrir umboðsstörf. Eftirfarandi tillaga kom fram hjá Karli ICristjánssyni, Friðrik Þórðarsyni, Hólm- steini Helgasyni, Helga Hannessyni, Eir- íki Pálssyni, Sigurði Björnssyni og Ólafi B. Björnssyni: „Landsþing Sambands islenzkra sveit- arfélaga, haldið á Akureyri 1948, skorar á stjórn Sambandsins að gegnumgangast það, að ríkið greiði sanngjörn laun fyrir umboðsstörf þau, sem Fjárhagsráð leggur bæjarstjórum og oddvitum á herðar. Nái greiðslur þessar einnig til liðins tíma.“ Friðrik Þórðarson fylgdi tillögunni úr hlaði með ræðu. Tillögunni var einróma vísað til alls- herjamefndar. 1 sambandi við þetta mál bað Hólm- steinn Helgason allherjarnefnd einnig að taka til athugunar, að sum bæjar- og sveitarfélög hefðu ennfremur með hönd- um skömmtunarstörf fyrir hið opinbera, er næðu út fyrir þeirra byggðarlög, t.d. skömmtun til fiskiskipa. Þau störf bæri rikinu vitanlega að launa. 17. Innkaupastofnun. Steindór Steindórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, flutti eftirfarandi tillögu ásamt munnlegri greinargerð: „Landsþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga, haldið á Akureyri 1948, sam- þykkir að fela stjórn Sambandsins að athuga um hvort ekki væri tímabært að stofnað yrði innkaupasamband íslenzkra sveitarfélaga og leggja fram athuganir sínar fyrir næsta landsþing.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.