Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Page 18
i6 SVEITARSTJÓRNARMÁL bandsins. Smátt og smátt munu svo önnur verkefni bætast við, sem nú verður ekki séð hver muni verða. Hliðstæð sambönd á Norðurlöndum hafa margvíslega starf- semi með höndum og má m. a. nefna, að sum þeirra reka stórkostlega verzlunar- starfsemi s. s. danska kaupstaðasamband- ið, sem annast innkaup á kolum og koksi fyrir allar bæjarreknar rafveitur í Dan- mörku og hefir i sambandi við þes§a inn- kaupastarfsemi ýmis-konar iðnað. Sænsku samböndin reka mnfangsmikla endurskoðunarskrifstofu fyrir sveitarfé- lögin og veita þeim margvíslega aðstoð fjármálalegs eðlis, auk .margs konar ann- arar starfsemi. Þetta nefni ég aðeins sem dæmi um starfsemi slíkra sambanda sem þessa, þótt ég geri ráð fyrir, að e. t. v. verði starf- semi þessa sambands frábrugðin þeirri starfsemi, sem hin norrænu samböndin hafa með höndum. Eins og reikningar sambandsins sýna, er fjárhag þess nú svo komið, að það hefir nú orðið ofurlítinn fjárhagsgrundvöll til að byggja starfsemi sína á. Að þessu sinni er ekki lagt til að hækka neitt árgjaldið til sambandsins og verður það því hið sama út kjörtímabilið. Það má vera að ýmsum þyki, sem þetfa samband okkar láti of lítið á sér bera. Það er tízka nú, að félög og einstaklingar reki mikla auglýsingastarfsemi, bæði í blöðum og útvarpi, og hvar annars staðar sem kostur er, um sjálf sig og verkefni sín og afrek. En hvort tveggja er, að nú- verandi stjórn sambandsins fiunur að starf hennar hefir ekki verið slíkt, að vert væri mikilla auglýsinga, og eins liict, að hún er þeirra skoðunar að farsællu muni að reyna að þoka málefnum sambandsins áfram með hógværð og festu og sem minnstu yfirlæti, og þess vegna hefir hún ekki, og mun ekki heldur framvegis hyggja á neina auglýsingastarfsemi í sam- bandi við störf Sambands ísl. sveitarfélaga. Það er von mín og ósk, að sambandið vaxi með þeim verkefnum, sem það fær í hendur, og verði þess megnugt að leysa þau af hendi til gagns fyrir félagana í sambandinu og hina islenzku þjóð í heild. 8. Reikningar Sambandsins. Gjaldkeri Sambandsins, Klemens Jóns- son, oddviti, Álftanesi, lagði fram og las upp reikninga Sambandsins fyTÍr alman- aksárið 1946 og 1947. Gerði hann jafn- framt grein fyrir einstökum liðum þeirra. Reikningarnir höfðu verið endurskoð- aðir og áritaðir af endurskoðendum. REIKNINGUR SAMBANDS ISLENZKRA SVEITARFÉLAGA FYRIR ÁRIÐ 1946 1 e k j u r : 1. Eftirstöðvar frá fyrra ári ..................................... kr. 19.033.42 2. Árstillag fyrir árið 1946 frá 74 sveitarfélögum, samkv. með- fylgjandi skrá ................................................. — 29-252-95 3. Vextir af sparisjóðsbók nr. 18031 í Búnaðarbanka íslands .... — 161.84 Samtals kr. 48.448.21

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.