Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 59

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Side 59
S VEITARSTJÓRNARMÁL 57 bæjanna, og þjóðsöngvar hlutaðeigandi landa voru leiknir. Einnig voru þar fluttar kveðjur frá hinum stærri hæjum Noregs, nágrannasveitarfélögum, félögum í bæn- um og brottfluttum Álasundsbúum. Fylgdu kveðjumun gjafir, og var þar margt tor- kunnar góðra gripa. Allan daginn voru margvísleg hátíða- höld fyrir bæjarbúa, kvikmyndasýningar (ný kvikmjmd af Álasundi), ræðuhöld, hljómleikar, dans o. fl. o. fl. Fóru þau fram bæði úti og inni og lauk með glæsilegri blysför ofan frá Axlarfjalli og niður að höfn íg flugeldasýningu kl. 12 á miðnætti. Noiðmenn elska mjög konung sinn. Var alltaf hópur af fólki fyrir framan hótel hans til þess að sjá hann koma eða fara, og voru þá alltaf mikil fagnaðarlæti. Hátíðahöld þessi fóru fram með miklum myndarbrag og irerða ógleymanleg okkur hjónunum. Það rerður einnig hin mikla vinsemd og gestrisni Norðmanna. Það er gott að vera Islendingur í Noregi nú. Hvar- vetna mættum við hlýhug og greiðasemi, svo að slíku hefur maður ekki kynnzt áður á ferðalögum erlendis. Allir vildu eitthvað fyrir okkur gera, jafnt embættismenn og fulltrúar Álasundsbæjar sem almenning- ur. Fáum við það seint fullþakkað. Þess má að lokum geta, að í Álasundi eru nokkrar íslenzkar konur giftar norsk- um mönnum, ágætir fulltrúar fyrir fsland og var sannkölluð ánægja að kynnast þeim. Þar var og á hátíðinni J. Indbjör ræðismaður hér, og má einnig kalla hann ágætan fulltrúa Islands í Noregi, er hann dvelur þar. Er hann jafnan boðinn og búinn til þess að verða okkur að liði. I Oslo hittum við allmarga Islendinga, sát- um fund í Islendingafélaginu og komum í sendiráðið, sem mikið orð fer af. Loks má geta þess, að við nutum þess í þessari för að verða samferða sendiherra Norð- manna hér, Andersen-Rysst, sem var boð- inn á hátíðina. Hann er Álasundsmaður. Reyndist hann sannkölluð hjálparhella á allan hátt, mikilsmetínn í landi sínu og góður vinur Islands. NiSurlagsorS. Vinabæjahreyfing Norðurlanda er enn- þá ung. Engu verður hér spáð um framtíð hennar. En eitt mun vera óhætt að full- yrða, hún er hugmynd, sem vel er þess verð að veita henni athygli og styðja hana og styrkja. Gagnkvæm kynni manna af ýmsum stéttum og frá ýmsum störfum, eru og verða mikilvægur þáttur í því að kynna löndunum menningu hvers annars. Vér Islendingar getum margt lært af bræðraþjóðum vorum á Norður löndrnn, en vér þurfinn ekki aðeins að vera þiggjendur, vér getum áreiðanlega verið veitandi í ýrnsum efnum. Og þá fyrst má segja, að viðskiptin séu gagnkvæm. Það er þvi ósk mín og von, að vina- bæjasambönd þessi megi verða víðtækari og eflast til ánægju og gagns öllum hinum norrænu þjóðum. Myndin jraman á kápunni er frá Akureyri. Hún var tekin nú i sumar af Vigfúsi Siggeirssyni.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.